Mánudagur, 8. september 2008
Allt að gerast ...
Góða kvöldið...
Það fer að vera hefð á mínu heimili að setjast hér niður við tölvuna á kvöldin þegar Hetjan mín er sofuð og setja inn færslu hér... þessar færslur eru á einhvern hátt mín leið til að endurlifa daginn og njóta þess sem hann hefur borið á borð fyrir okkur mæðginin...
Það telst til sögulegra atburða (allavega síðustu mánuði ) að ég vakni um 7 að morgni en það var veruleikinn í dag... ég vaknaði með Hetjunni minni, eldaði hafragraut og útbjó svo neti fyrir kút því að hann var að fara í vetfangsferð með skólanum uppí Naustaborgir og Gamla... ég vissi að ferðin átti að taka allan fyrripartinn en Hetjan mín vildi svo sannalega fara þótt að um mikið labb og útivera væri að ræða... þannig að það varð úr... enda skildist mér að hann hafi bara staðið sig eins og sannri Hetju sæmir... en snúður vara mjög þreyttur en glaður eftir daginn...
Ég hinsvegar var boðuð á skólasetningu hjá Myndlistaskólanum og þótti mér yndislegt að fá að vera viðstödd þá setningu. Þessi skóli sem er mér mjög kærkomin fékk nýa andlitliftingu í sumar eftir bruna sem var í júní ...þvílík breiting og fallegt húsnæði... Ég var fengin til þess að klippa á borðann með skólameistara þegar skólinn var tóknrænt opnaður aftur fyrir setninguna...Þvílíkur heiður... Svo talaði Helgi Vilberg skólastjóri svo fallega til mín útaf verðlaununum mínum sem ég hlaut í vor, þetta er einmitt frábær heiður fyrir skólann ekki bara mig... Þetta var frábær upplifun og gerði mig í raum mun stoltari af þessu afreki mínu ... Gelgi bar þetta saman við þá aðila sem hafa unnið Gull verðlaun á Evróðukeppnum í íþróttum ... þeim er hampað og það er talið mikils virði því ættu gullið mitt ekki vera eins...
Við þurftum að fara í tékk uppá spítala seinnipartinn sem var ekkert mál því að er fínt að koma bara við þar en ekki búa... Auðvitað voru hjúkkurnar farnar að sakna okkar ... ehehhee... allavega sögðu þær það það...
Það er bara svokrítið hvernig straumar lífs manns hafa snarsnúist síðustu daga...Frá því að vera nær öllum sínum tímum á sjúkrahúsi með veika Hetju í það að vera núna flutt heim með Hetjuna sem aktar eins og heilbrygður krakki þrátt fyrir sýkilinn í höfðinu og lyfjabrunninn... Núna eru líka farin að berast verkefni fyrir mig í vetur... kennsla og ýmis verkefni fyrir félaga samtök, og einka aðila... Þannig að það lítur út fyrir að ég sé bara að fara að vinna eitthvað aftur og það gleður mig svo mikið að fá að vinna við fag sem mér finnst svo skemmtilegt og fara að finna mína sillu aftur...
Mér finnst ég svo langsöm núna... Það sagði vi mig góður drengur í vor... "Magga ... það hlítur að koma að því að það fari að rigna demöntum í kingum þig" og vitið þið mér líður þannig núna ... að núna streima inn jákvæðir og nærandi hlutir í líf okkar... Ég er svo þakklát fyrir það og vil byðja Guð um að næra og taka við þeirri þökk...
Jæja.. það er kominn háttatími hjá mér...
Guð geymi ykkur...
Athugasemdir
Ég samgleðst ykkur svo innilega með að vera komin heim...loksins loksins og já nú er leiðin fyrir ykkur bara uppá við, þú átt örugglega eftir að njóta þín í kennslunni í vetur svo ertu vel að verðlaununum komin...flink með afbrigðum..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.9.2008 kl. 00:10
innlitskvitt ;)
Aprílrós, 9.9.2008 kl. 00:10
ÆÆiii takk Krumma mín þetta er fallega sagt af þér... það verður líka gaman að geta haldið áfram að fylgjat með skólanum og nemendum hans... endilega láttu mig vita ef ég get hjálpað þér með eitthvað ritgerðina eða bara hvað sem er... ég ersko til í allt... Knús þú ert perla..
Margrét Ingibjörg Lindquist, 9.9.2008 kl. 00:29
Hæ elsku frænka.
Rakst á þennan tengil inni á síðunni hennar Ingu systur Dagnýjar, svona er landið okkar nú stundum lítið. Mikið finnst mér frábært að þú sért að hanna logoið fyrir hana - hún fengi ekki betri manneskju í það.
Gott að heyra að kúturinn er kominn heim og innilega til hamingju með gott gengi í skólanum, þú ert sko komin á rétta hillu kella mín!!
Ég er flutt frá AK svo við sjáumst kannski bara í bloggheimum í bili
Heiðdís frænka (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.