Hamingja í kössum og óvita buslugangur...

Góða kvöldið kæru lesendur...

Já dagurinn byrjaði á því að ég var vakin um 6 leitið með kossi á kinn og orðunum "mamma er kominn dagur"... jájá.. alveg eins...var svarið... en mér tókst einganveginn opna augun til að láta þennan annas yndislega dag byrja en fékk góðfúslegtleyfi frá kossa stráknum til að sofa á mínu græna lengur eða þangað til að kassabrjargvætturinn hún móðir mín mætti um 11 leitið. Hún hafði ákveðið í gær að í dag væri dagurinn til að ráðast á alla hamingju-yfirbreiddu kassana og dótið hér heima... Henni brá nú samt þefa hún sá að í eldhúsinu voru rúmlega 10 lítrar af krækiberjasaft í nær öllum döllum og krukkum sem til eru á heimilinu.. og grunaði henni að ég væri nýlega sofnuð berjablá um hendur og munn.. en sannleikurinn er sá að ég ver einga stund að þessu í gærkvöldi...

Það tekur mig vanalega soldinn tíma til að smyrja liðina og rétta úr bakinu til að geta sett annan fótinn fram fyrir annan... hvað þá að opna augun almennilega enda gleraugun nokkuð sem ég nota sjaldann þótt ég ætti að vera með þau grædd á nefið á mér... Þannig að þegar ég var búinn að taka smurolíu og starttöflur til að koma mér áfram var ráðist í eintóma hamingju og gleði við það að láta heimilið líta út fyrir að hér búi fólk en ekki svín...

983db97d59e4.jpgÞegar klukkan nálgaðist 3 þá tókum við mæðginin okkur smá frí frá hamingjunni til þess að fara í leikhús. Þvottavélin þakkaði pent fyrir pásuna á meðann þurrkarinn var látinn vinna í pásunni.... Ruslakallarnir halda líklega að hér hafi verið 1000 manns á ferð þegar þeir taka ruslið því rennan í húsinu hefur líklega fyllst við þessa hamingju alla.. Semsag við mæðginin fórum í leikhús því að Þráinn leikari tók þátt í því með Önnu Catarínu (sjúkraþjálfaranum mínum ... töfra kona) að bjóða okkur á Óvitana svona til þess að gera Hetjunni minni glaðann dag... það var mikil gleði yfir því að fara í leikhús og skemmtum við okkur konunglega. Ég vil þakka Þránni og Önnu kærlega fyrir þessa kærkomnu tilbreitingu og góðan dagpart... Yndislega hugsað af þeirra hálfu að láta þetta verða að veruleika. Þegar við gengum út úr þessu yndislega hús sem Leikhús Akureyrirar er sáum við að það476551.jpg var önnur sýning í gangi og hún var niðri á pollinum... þar voru nýju gæludýr Akureyriringa í stuði að láta alla dáðst að sér ... Andanefjurnar höfðu semsagt ákveðið að sýna listir sínar og leifa fólki að sjá að þær eru hvergi farnar úr fyrðinum... Hetjan mín hoppaði og kallaði ... "áfram andanefjur" ákafur af spenningi og gleði... þær hoppuðu og voru með sporðaskelli aftur og aftur... frábæsr sjón svona í "bakgarðinum" hjá manni...

Þannig að við mæðginin áttum yndislegann dag við það að láta heimilið verða að heimili og að njóta þess sem er til staðar hér á svæðinu... 

Ég reyndar er líka búinn að gera slatta af Krækiberjahlaupi og stefni núna í það að klára að sjóða saftina og tappa á flöskur.. þetta hljómar eins og ég sé að brugga... hehehe... kannski ég láti eina flösku gerjast og sjá hvort manni líði ekki vel eitt kvöldið hér í vetur undir teppi með heitt "gerjað" berja vín... hehhee.. nei það yrði nú saga til næsta bæjar að ég færi að vera á kojufilliríi... manneskjan sem hefur ekki smakkað vín í meira en ár... 

Jæja ég ætla að halda áfram að lita hendurnar á mér bláar og munn... hehehe... takk í bili

Guð geymi ykkur öll...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þú átt alveg yndislegan dreng, það verður að segjast. Frábært að þið fenguð tækifæri á að sjá óvitana vegna þess að á mínu heimili var ekki talað um annað en þetta leikrit... Góð gjöf frá góðu fólki.

Frábært að heyra hvað þið eruð búin að eiga góða daga og það er enginn smá munur að lesa bloggið þitt elsku dúllan mín. Miklu meiri léttleiki og ánægja sem skín svo ofboðslega vel í gegn.

Mér þykir alveg óendanlega vænt um þig og þinn gaur.... Mundu það bara elsku vinkona. Knus og kossar

Mona (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 22:46

2 identicon

Elsku Magga og Ragnar, það er frábært að lesa hvað þið eruð búin að njóta lífsins undanfarna daga. Haldið áfram að njóta lífsins og vera góð saman. Kv. Bogga

Borghildur Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 08:38

3 identicon

Dásamlegur dagur hjá ykkur og þið eigið svo innilega skilið alla þá dásemdardaga sem hægt er að fá  

Hlakka til að sjá þig á föstudaginn

Jokka (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 08:44

4 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Gott að þið áttuð frábæran dag, knús

Svanhildur Karlsdóttir, 8.9.2008 kl. 08:59

5 Smámynd: Ragnheiður

Flott að lesa, frábær dagur !

Ragnheiður , 8.9.2008 kl. 10:34

6 Smámynd: Þórunn Eva

æðisleg færsla sæta mín svo björt og skemmtileg :)

knús knús knús á ykkur ;)

Þórunn Eva , 8.9.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband