Dagur Indlislegheitannna....

brejam1.jpgJá eins og ég sagði í gær kvöldi þá erum við að ná áttum hér í Vesturíðunni... Draslið er enn út um allt en það er satt sem bloggvinir segja það er nóg af kærleik hér til að breiða yfir það og sinna því seinna... hehehe... þannig að við mæðgurnar og Hetjan mín ákváðum í hádeginu að fara út í góða haustveðrið og njóta útiveru og þess sem okkar yndislega náttúra hér á landi hefur uppá að bjóða... BERJMÓ... Þannig að við skuttluðum okkur í útiföt, kvöddum yfirbreidda draslið og skelltum hurðinni á eftir okkur og þutum út... með nesti og nýja skó og nátturulega nóg af döllum og myndavélin... það eru 2 vikur síðann við fengum leifi til þess að fara inn á einkaland í svona hálftíma akstur frá eyri Akursinns... og þangað val haldið... Við vissum í raunninni ekki hvað beið okkar en það var ekki aðal málið...

Ég fór með það markmið að tína slatta af krækiberjum því að það er smá nostralgía í mér... ég á mér minningu frá æsku og það er heit krækiberjasaft á köldum vetradegi... það er eitthvað við þessa minningu sem ég þrái og langar að lifa aftur með Hetjunni minni... þótt hann sé nú ekki mikill berjamaður en hann hefur áhuga á að prófa þetta... Jæja nóg með nostralgíuna... en þegar á áfanga stað var komið leist mér ekki alveg á blikuna og hugsaði með mér "hér er allt fullt af kindaspörðum" ...humm.... ég gleymdberjamo2-sept_08.jpgi gleraugunum heima... því þegar ég fór á kné mér þá sá ég að þúfurnar voru svartar af stórum safaríkum krækiberjum sem smakkast ekkert í líkingu við lambaspörð... hehehe....Við mægur vorum innan við 2 tíma að tína meira en 25 lítra af berjum og hefður geta tínt 2 sinnum meira ef okkur hefði grunað þetta og tekið með okkur meira af döllum og pokum... en við urðum að láta þetta nægja .. þannig á morgun kem ég til með að upplifa gamlan draum um heitt krækiberjasaft... 

Þegar við komum af fjöllum ... þá ákváðum við að Dómínós myndi toppa daginn með pizzu og brauðstöngum .... þótt nestið hafi verið klárað á leiðinni til þess eins að setja ber í pokana þá vorum við mjög svöng eftir langa útiveru og frísktloft.. Hetjam mín skemmti sér hið besta í þessari ferð og var hinn kátasti með þessar svörtu þúfur þótt hann fengist ekki til að borða berin þá tíndi hann þau með áfergju því að hann vissi það að mamma hans yrði svo glöð, sem hún er ekki spurning... og enn og aftur horfi ég á barnið mitt blómstra af gleði og kátínu yfir því að vera til ... eins og ég sagði í gær þá eru þvílíkar breitingar á honum eftir að við fluttum heim og lyfjunum var breitt... ég trúi því varla að á nokkrum dögum hefur hann fraið úr því að vera fárveikur með lyf í æð í það að hoppa og skoppa um móa með bros á vör tilbúinn að leika sér sjálfur og söngla... nóta bene eftir 3 tíma úti þá vildi hann eingan veginn fara heim... honum ragnar1-sept_08.jpgfannst þetta æði... Það vottaði ekki fyrir pirringi, þreytu eða máttleisi... þvílíkur munur... ég bara er agndofa... mér finnst ég vera með fullfrískt barn eftir nokkra daga heima... þótt ég viti betur þá er þetta bara SVO mikill munur... hann er svo jákvæður og glaður... Þvílík HETJA...

Jæja ég ætla að snúa mér að því að hreynsa hauginn af berjum sem flæða hér út um allt með yfirbreidda kærleiks draslinu ... svo að ég geti ferið að hakka í saftina... 

Næsta férsla verður brejablá... hehehe...

Guð geymi ykkur....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Mikið gaman að lesa svona færslu.......knús á ykkur

Svanhildur Karlsdóttir, 6.9.2008 kl. 21:44

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

til lukku með þennan dásamlega dag

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 6.9.2008 kl. 22:58

3 identicon

Mikið er yndislegt að heyra hvað dagurinn var góður hjá ykkur. Þetta verður berjahelgin mikla á fleiri stöðum þar sem við erum búnar að vera í rifsberja hlsups vinnu megnið af deginum ;)

En það er alveg frábært að heyra hvað ykkur líður vel við að koma heim og alveg yndislegt að heyra hvað hetjunni líður vel við að komast í að fá að gera þá hluti sem honum finnst skemmtilegir....

Knús og kossar frá mér og mínum og ég heyri í þér fljótlega snúllan mín.

Mona (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 01:36

4 Smámynd: Jac Norðquist

Falleg færsla og skemmtileg. Gott að litli kúturinn þinn er hressari og vona ég að hann fari alveg að losna við þennann óhræsis sýkil.

En OMG hvað mig langar í krækiber !!!! Ég hef reyndar ekki smakkað svona heita saft eins og þú talar um, en ég gerði tilraun þegar ég var 14 ára. Hún fólst í því að setja krækiber og 500gr af sykri í dollu út í glugga og geyma þar í viku.... þá átti að spretta fram hinn ljúfasti drykkur að sögn eldri frænda. Jæja, eftir viku er lokið tekið af dollunni en enginn drykkur blast nú við..... bara kássa af sprellfjörugum lifrum !!!! Það tók mig frá 14 ára aldri og fram á 25árið að fá lyst á Krækiberjum aftur.... en það tókst og ég er held vildt með þau !!! Ummmmm

Bestu kveðjur vina

Jac 

Jac Norðquist, 7.9.2008 kl. 09:09

5 identicon

Yndislegt að heyra hvað allt gengur vel hjá ykkur og hvað hetjunni líður vel þessa daga.Vonandi er þetta bara það sem koma skal og ég veit að það rætist. Haldið áfram að láta ykkur líða vel saman og njóta hvern dag til hins ýtrasta.Lífið er svo dýrmætt að DRASLIÐ getur bara alveg beðið.

Bestu kveðjur Kristín.

Kristín Reykjalín (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 14:16

6 Smámynd: Ragnheiður

Yndisleg færsla...ég ætlaði til berja þetta haustið en er ekki farin enn...

Ég segi það enn og aftur, guttinn þinn er fallegastur !

Ragnheiður , 7.9.2008 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband