Að ná áttum...

Núna sit ég hér og er að átta mig á stöðunni... allir í fjölskyldunni eru mjög ringlaðir og finnst skrítið hvernig hlutirnir eru allt í einu... við erum nátturulega smeik og óörugg... það er auðvitað visst öryggi í því að vera uppá spítala.. en í þessu tilfelli þurfum við í raun ekki að vera þar nema til að fá lyfin og núna fáum við þau á annan hátt núna...

hvertLeið okkar mæðgina hefur verið löng og hlykkjótt síðustu 8 mánuði... Það er margt sem við höfum lært og mikill þroski á bak við þessa ferð okkar... Við höfum misst sumt en öðlast meira Við höfum þrammað þungfarna leið með hlikkjum, brekkum og hyndrunum... stundum höfum við misst fórana en saman höfum við stutt okkur við hvort annað og náð að rísa upp og halda áfram...Liðinni er ekki lokið ein við erum allavega komin almennilega heim síðan 11.janúar 2008... Bráttunni við "gæludýrið" sýkillinn sem er í höfði sonarinns er ekki lokið en núna, en það er nátturulega auveldara að berjast héðann heima. Niðurstöður þeirra rannsókna sem við vorum í dag í komu mjög vel út og gerir það þetta allt léttara...aðeins minni áhyggjur og meira öryggi yfir því að vera hér heima ekki með eins mikið eftirlit og áður... 

Ég sit hér .. íbúðin er full af dóti út um allt... því við erum að flytja allt sem við vorum með uppá spítala hingað... mér falla eigilega hendur yfir þessu öllu og ég kem eingu í verk... ég vildi svo ynnilega að ég fengi ólísanlegann kraft til að gera heimilið tipp topp hreint svo að ég geti notið þess að vera komin heim... kannski gerist það um helgina...vonandi...

hjarta_615890.jpgÉg lá og horfði á Hetjuna mína áðann eftir að hann var sofnaður... Hann er búinn að vera svo glaður og kátur í dag... allur á iði og út umm allt .... hopandi og skoppandi eins og forðum daga...svo sofnaði hann svo fallega eftir að við mæginin notuðum kvöldið til að baka saman... þarna sefur hann svona ofboðslega friðsæll og fallegur í rúmminu sínu... það er eins og ég hefi eignast líf mitt aftur... ég þar bara aðeins og skipuleggja það aftur... þetta er eins og í draumi... það var búið að vara okkur við að þetta ferli eins og það var gæti tekið restina af árinu og meira til ... en núna erum við heima og getum lifað tiltölulega eðlilegu líf... þetta er ótrúlegt... og það er eins og Hetjan hafi öðlast nýjann kraft síðustu daga og er farinn að vera líkur sér sjálfum meira og meira með hverjum deginum.

bæn mínKraftaverkin gerast enn... það er í rauninni það eins sem ég hef að segja og ég trúi því að bænir ykkar lesenda og fleiri hafa gert það að verkum að kraftarverkið gerðist og fyrir það vil ég þakka fyrir frá rótum hjarta míns.Heart

 Guð geymi ykkur öll...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

elskan mín, dót í töskum og kössum hefur þann eiginleika að hlaupa ekkert frá manni ... notaðu fyrstu dagana til að hvílast og aðlaga ykkur heimkomunni, hentu svo einum og einum hlut upp í skáp þegar þú átt leið framhjá ... það er örugglega til nóg af kærleika á heimilinu til að breiða yfir draslið, svo enginn tekur eftir því

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 6.9.2008 kl. 00:03

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2008 kl. 00:53

3 Smámynd: Þórunn Eva

vá knús á þig fallegust.... ;) mikið er ég ánægð að þið séuð að detta inn í heimilislífið aftur......... ;) þú veist að þú getur alltaf talað við mig skvís....

knús og koss á þig ;)

Þórunn Eva , 6.9.2008 kl. 08:00

4 identicon

Velkomin heim til ykkar...knús til ykkar í tilefni af því duglegustu...hafið það gott í helginni

Guðrún (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 10:26

5 identicon

Til hamingju elsku mæðgin með heimkomuna.  Það getur örugglega enginn ímyndað sér hvernig tilfinning það er fyrir ykkur að komast heim loksins.

Sendi ykkur sól í hjartað

Jokka (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 18:51

6 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Knús

Svanhildur Karlsdóttir, 6.9.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband