TR ítir á bak foreldrum langveikra barna út í persónulegt gjaldþrot.

Þórunn Eva og Áslaug Ósk  hafa í dag sett inn færslur á bloggin sín um málefni sem ég þekki vel og það er barátta okkar foreldra með langveik börn við TR-báknið... Þessar hörku duglegu konur hafa hleipt mörgum inní tilveru sína í þessari baráttu og hef ég haf mikinn stuðning af því að lesa bloggin þeirra og hafa svona smá tengsl við aðra foreldra langveikra barna því að manni líður eins og manni sé helt inní fruskóg með allaskonar villidýrum og hrægömmum þegar maður þarf að fara að takast á við kerfið. Þær tala einlæglega um hvíða sinn og ótta yfir því að hafa ekki möguleika á því að sjá fyrir sér og sínum núna og ég skil það MJÖG vel því að mér finnst hreinlega kerfið vera gert þannig í dag að það ýtir á bakið á foreldrum út í prsónulegt gjaldþrot... það er mín upplifun... Ég hef oft verið í erviðleikum með fjármálin en það er sjálfri mér að kenna.... svo nær maður tökum á því laga og breiti svo að maður geti lifað mannsæmilegu líf ( nota bene þegar allt er í lagi ). Svo koma áföll að barnið manns veikist og hvað á einstæð móðir að gera?? jú hún tileinkar lífi sínu barninu og gerir allt til að styðja það í þeim erviðleikum. Sjúkrahúsin eru ekki dagvistun fyrir veik börn og er gerð krafa á að foreldri sé til staðar allan tíman... Ef heilbrygðiskerfið gerir þessa kröfu á okkur þá verðum við líka að fá mannsæmandi "laun" fyrir það... í mínu tilfelli hef ég í raunninn þurft að búa mér 2 heimili... hér heima ( húsleiga, rafmagn, hiti, matur og allt það) en svo hef ég líka þurft að vera með ( mat og allt sem við þurfum uppá spítala) þannig á orðið tvennt af öllu... svo sé ekki talað um bensínkosnðinn við það að keyra á milli... éf ég væri í fullri vinnu myndi ég ekki einusinni standa þennan kosnað... þannig hver getur það á þeim pening sem maður þarf að slíta með hörku útúr TR ... fyrir utan það að manni er látið líða eins og maður sé glæpamaður því að maður þarf að leita til þeirra..Það er allt gert til að manni líði sem verst að þurfa að þyggja skitnat þúsund krónur frá þeim... Annað finnst mér líka ömurlegt við þetta kerfi og það er allur sá tími sem maður þarf til að sækja um inntil þeirra... ég lennti í því um síðustu mánaðarmót að mín skjöl lenntu í skúffu á einhverri sktifstofunni og lágu þar líklega óhreifð í 2-3 mánuði... á meðann safnaðist upp allskonar dráttarvextir á reikningana mína... ekki borga þeir þá ?? þetta voru tugir þúsunda sem hæga gangur TR kostaði mig... hvernig er þeim stætt á því að koma svona fram...  Þetta er hreinlega til háborinnar skammar og maður ætti kannski að taka sig til í reiðinni og skrifa heilbrygðisráðherra harðorðt bréf það sem er farið framm á enduskoðun TR... og ég veit að ég fengi helling af fólki með mér í þetta... þessir ráðherrar hafa það bara svo gott að þeim er alveg sama um litla manninn... á meðann skerðingin er ekki í þeirra veski...

Hvað er hægt að gera til að vekja þessa umræðu upp í samfélaginu almennilega þannig að fólk skilji að við erum ekki að væla því að við getum ekki keypt okkur nýja skó eða kjól... við erum að tala um þau frum mannréttindi að fá að lifa og sinns börnunum okkara almemmilega...

Guð geymi ykkur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg ótrúlegt með TR, stundum hefur maður á tilfinningunni að maður sé að taka persónulega peninga af sjálfu starfsfólkinu þarna

Vona svo innilega ykkar vegna að stúfur litli fái lyfin í töfluformi, það væri svo mikill munur fyrir ykkur  krosslegg fingur og tær fyrir ykkur

Jokka (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 08:11

2 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 3.9.2008 kl. 10:34

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Úff þú átt alla mína samúð Magga...ég hef einum þrisvar sinnum staðið í þessu með Tryggingastofnun sem er eins og risaeðla á öllum sviðum,svo maður tali nú ekki um greiðslurnar sem maður fær, þetta dugar ekki fyrir neinu....en getur bærinn ekkert hjálpað? Vonandi rætist úr ykkar málum en ef það á að fara af stað með baráttu þá tek ég sko þátt því ég veit af eigin raun að það er ekki hægt að lifa af þessari lús frá Tr..

gangi ykkur vel. 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.9.2008 kl. 13:47

4 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Ég ætla bara að segja HÚRRA fyrir þessari færslu hjá þér.Veit vel hvernin þeirr hja TR vinna ég beið i 4 mánuði til að fá svar um umunnargreiðslurþetta finnst mer bara ekki viðunandi fyrir ökkur fólk með veik börn og eigum ekki bót fyrir borunni á okkur út af lyfjakostnaðilæknum og ferðakostaniði.Þetta þarf að LAGA...........

Gangi ykkur vel

Knús og koss

Erna Sif Gunnarsdóttir, 3.9.2008 kl. 15:29

5 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

Nóg er til af peningum hjá þeim fyrst þeim tókst að láta einhverja kerlingu stela af sér mörgum tugum milljóna (eða ég man ekkert hvað þær voru margar)

Varðandi bréf til heilbrigðisráðherra, myndi ég spara mér blekið í það, hann er sjálfstæðismaður og mun aldrei viðurkenna að neitt sé öðruvísi en í himnalagi á íslandi ... hafiði tekið eftir því að hver blámanninn á eftir öðrum bara hristir hausinn yfir vælinu og segir að allt sé í lagi ... spurning hversu lengi við látum bjóða okkur þetta.

Gangi ykkur vel og vonandi komist þið heim sem fyrst.

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 3.9.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband