Mánudagur, 1. september 2008
Jæja.. þá vitum við það...
... hvaða lyf það er sem veldur þessu lyfjaofnæmi... það er reyndar leitt að þurfa að nota barnið sem tilraunadýr í þessum málum en það var víst ekki um annað að ræða... Dagurinn hófst vel og allir urðu mjög bjartsýnir á það þetta væri í lagi svona um hádegi... en svo hófst ballið allt uppá nýtt... um 5leitið þá var Hetjan mín orðin mjög framlág, farinn að roðna verulega um allan líkaman, kominn með hita og mjög pirraður.. OFNÆMIÐ komið aftur... Þannig að það var öll hætt og hann tengdur við allaskona mæla... Núna sefur hann ... reyndar ekki vel því hann biltir sér mikið og umlar og vælir uppúr svefni...
Þannig að núna þurfum við að láta þetta ofnæmis kast jafna sig og þá er hægt að byrja á plan b... önnur lyf sem hafa ekki verið prófuð áður þannig að við þurfum að bíða eftir að þau komi í hús.
Jæja vildi bara segja ykkur stöðuna hér.. en ég ætla að fara í háttinn ég sé ekki alveg fyrir mér að það verði mikið sofið í nótt... en... góða nótt kæru lesendur
Guð geymi ykkur...
Athugasemdir
Æj hjartans kallinn...
Ragnheiður , 1.9.2008 kl. 22:30
Æji ekki gott að þurfa að leggja þetta á hann en það góða er þó allavega að það er komið á hreint hvað olli ofnæminu.
Kiss og knús og vonandi gengur framhaldið betur.....
Mona (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 10:20
dáist svoooooooo að þér ;) þú ert svoooooo mikil hetja... alltaf bjartsýnin uppmáluð þó svo að þér finnist það engan vegin.... knús á þig og vonandi lagast hann fljótt af ofnæminu.. ;) knús aftur aldri nógu mikið því...
LOVE á þig og þína
Þórunn Eva , 2.9.2008 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.