Laugardagur, 30. ágúst 2008
Frjálsar hugsanir að kvöldi dags...
Það er langt síðan ég hef setið hér heima svona að kvöldlægi með kertin kveikt, tónlist í eyrunum í náttfötunum, vitandi að Hetjan mín er hér heima hjá mér og að hann er hamingjusamur... Mig langar að leifa þessari hugsuna að vera í kvöld... ekki hugsa um það sem er frammundan bara þessa mínútu núna sem er að líða eins og ekkert væri sjálfsagðara... Mér líður yndislega að vera í þessari stund, hlusta á lífið í núinu og nýt þess því að það er langt síðan að ég hef upplifað þessa notalegu tilfinningar að manni finnst ekkert vanta... þótt undir niðri sé raunveruleikinn, þá er svo gott að finna þessa mínútur til að minna mann á hvernig eðlilegt líf er því þá getu maður einbeitt sér að þvi að það er það sem verður. Því þegar maður gengum lífið eins og við höfum gert síðustu mánuði þá gleymir maður hvað eðlilegt er og hvernig tilfinning það er og það er svo ervitt að upplifa það... ég sagði á fundi ekki fyrir löngu með fólki að ég gæti ekki farið aftur í tíman og upplifað svona tilfinningu því að 7 mánuðir eru það langur tími að hann nær að ræna manni því. Þannig að ég er mjög þakklát fyrir þessa daga sem við fáum núna hér heima þótt það komi ekki af hinu góða en það gefur manni aukinn kraft til að ná að takast á við það er er frammundan. Ég hef síðustu mánuði gengið útí daginn ekki með neitt markmið annað en að vera mamma veiks stráks... en núna sit ég hér og man miklu betur að ég er manneskja sem hef þarfir líka.... og hvernig í ósköpunum á ég að vera almennileg mamma fyrir Hetjuna mína ef ég passa ekki uppá sjálfið mitt... Ég man það núna að ég á yndislegt heimili og góðann stað í tilverunni sem við bæði elskum að vera á ... hér er vernd og öryggi... þetta er okkar HEIM og hingað ætlum við að koma aftur fullfrísk, glöð og með hamingjuna að leiðarljósi.
Það sem ég ætla að gera núna næstu mánuði er að nota tíman í að ná sjálfri mér á strik líka, nýta mér alla þá frábæru aðstoð sem við erum að fá frá sálfræðingum og fagfólki á FSA. Svo ætla ég að nýta þær stundir sem ég fæ fyrir mig til að fara í ræktina aftur og fara út í nátturuna og njóta þess frábæra árstíma sem er að augljóslega að banka á hér hjá okkur þessa dagana. Haustið er yndislegur tími ... litirnir eru svo hugljúfir og hlíjir og minnir mann á að maður sjálfur þarf að slaka á og hvílast eins og nátturan gerir á veturnar... þá hvílir hún sig til að geta blómstrað á vorin aftur. Svo má ekki gleyma vetrinum með öllum sínum tæru hvítu litum, með öllum þeim skemmtilegu stundum sem maður getur átt með Hetjunni sinni. Vetruinn er eingin hvíði í mínum huga hann er bara möguleiki á öðru upphafi ekki endir... svo ekki sé talað um ef við gætum nú fengið að fara smá á skíði ... mikið væri það yndislegt því að Hetjunni minni finnst ekkert skemmtilegra á veturnar en að renna sér niður brekkurnar... Það er líka eitthvað svo notalegt að vera heima hjá sér í hlíjunni og ilnum þegar úti er kalt.
Ég setti tildæmis í fyrsta sinn húfu á höfuð Hetjunar í morgun ... það er svo mikil umhyggja falin í því að klæða börnin sín í hlí föt svo að maður vita að þeim líði vel úti hvernig sem veðrið er... ÆÆÆii þið verðið að fyrirgefa þessa væmni í mér en það er svo merkilegt að stundum þá sé ég litlu hlutina allt öðruvísi en ég gerði... ég sé lífið í heild sinni allt öðruvísi... mér er farið tildæmis að finnast nauðsynlegra að tjá fólki hvað mér þykir vænt um tilveru þess... bara að hrósa og að finna að það eru svo margir í lífi manns sem gera litla hluti en þeir eru einmitt svo mikilvægir. Vinir mínir eru ornir mér miklu meira virði og ég met þá betur fyrir það litla sem þeir gera á meðann ég líka skil líka betur muninn á vináttu og kunningjum. Mér finnst tími fólks miklu mikilvægari og betri gjöf en annað, og auðvitað finnst mér tími minn líka miklu dýrmætari en áður og er ég farin að vega miklu betur í hvað ég vil nota hann. Áður fyrr notaði ég mikið af mínum tíma í að reyna að gera öðrum greiða og hjálða þeim í staðinn fyrir að gefa sjálfri mér þann tíma eða Hetjunni... Núna er það bara þannig að Hetjan og ég erum númer 1 í tímaröðinni svo klettarnir mína 2 sem ég talaði um hér fyrr í dag og ef það er afgangur þá veg ég og með hvar honum er best veitt...
Það er svo yndisleg að fá tækifæri í lífinu til að sjá svona hluti og að virkilega læra af þeim... það sem má eigilega segja er að maður hlustar á hjartað fyrst því þá er maður samkvæmur sjálfum sér en ekki að láta aðra stjórna manni ... Ég þarf ekki að sanna mig fyrir vinum með því að vera endalaust að gera hitt og þetta fyrir þá, t.d. auglýsingar, nafnspjöld eða myndaalbúm eða bara það sem þeim vantar... Maður gerir sig ómissandi á vissum sviðum sem er ekki gott ... því maður á ekki að vera ómissandi í því að þurfa alltaf að nota tíman sinn í það í staðin fyrir sjálfann mann eða fjölskylduna.. það sem er mikilvægast.
Það er líka svo skrítið að sitja hér eins og ég sagði áðan og finnast ekkert vanta... ég veit að sumar tönturnar mínar myndu fussa núan og semgja en hvað með eiginmann... jú auðvitað vantar hann það er staðreind, en svo hugsar maður líka afhverju að breita því sem gott er? kannski því að mannig langar í samferðafélaga í lífinu... aðila sem er á sömu leið og maður sjálfur í þroska og gleði. En eins og staðan er núna þá er það eitthvað sem ég hugsa ekki um því að ég veit að það kemur að því að hann sýnir sig ... ég stjórna því líti þessa dagana... þótt það séu margir góðir og myndalegir læknar á ferli þá eru það nú líklega ekki staðuinn til að fara í svona hugleiðingar... Ég hef á einhvern hátt óbilaða trú á ástinni og ég veit að mín bíður hamingja og hún kemur þegar minn tími er kominn... enda held ég að það þurfi annsi sterkan karlmann til að ráða við það líf sem við mæðginin lifum núna... hehehe.. en ástin er óútreiknanleg og hefur mér tekist í mörgum tilfellum að vanmeta hana og þessvegna ákvað ég að vera ekki að reyna að stjórna þessu á einn ná annan hátt... Því að ef ég leifi nátturinni og hjartanu að ráða algeri för þá veitir almættið mér þann heiður þegar mér er ætlað það... á meðann þá vinn ég bara í því sem snír að mér og mínum... Vinn að því að njóta tilverunnar mínútu fyrir mínútu , einn dag í einu og þannig verðum við mæðginin betri sálir á morgun en í dag. Sá tími kemur að ég get legið með maka við hlið mér og horft á stjörnunar blika í gegnum svefnherbergisgluggan... ég veit það í hjarta mínu... það er eins og með alla dymma dali að þá er vonin eina vopnið sem virkar. Alldrey missa vonina , því þá eru þér allir vegir færir... það er mitt lífsmottó
Jæja kæru lesendur ... þetta er bara huganablogg á þessu yndislega kvöldi hér heima...
arið vel með ykkur um helgina og munið litlu hlutirnir eru dýrmætari en allt annað...
Guð geymi ykkur.
Myndirnar eru eftir Kurt Halsey yndlslegur teiknari.
Athugasemdir
Frábær færsla, yndisleg hugleiðing og svo sönn.
Ragnheiður , 30.8.2008 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.