Föstudagur, 29. ágúst 2008
Til hamingju góða fólk...
Það eru 2 manneskjur í lífi okkar mæginanna sem hafa átt afmæli síðustu daga... Mamma mín sem er fyrirmynd mín í lífinu átti afmæli 25.ágúst og Hallgrímur sambýlismaður hennar sem hefur staðið sem klettur við bakið á okkur síðustu mánuði á afmæli í dag 29.ágúst. Þau eru einstakir persónuleikar og hafa þau óskylirðislaus hjálpað okkur mæðginunum í gegnum súrt og sætt í gegnum árin og sannanð það hversu megnug þau eru síðustu mánuði... með því að vera stöðugt til staðar og reyðubúin að leggja hönd á plóg ef þarf, í einu sem öllu. Þau hafa fórnað miklum tíma úr sínu lífi og verið tilbúin að breita ýmsu hjá sér til þess eins og hjálpa okkur í gegnumlífsinnsi skóla sem við mæðginin stundum núna. Það er óborganleg hjálp að hafa svona tvær manneskur sér við hlið og kem ég seint ef nokkuð tilmeð að gega endurgjaldað þeim þessa aðstoð... Það er sjaldgæft að fólk sé tilbúið að taka tíma frá eða breita sínu persónulega lífi til þess að hjálpa... og þessi tími sem okkur er veittur til aðstoðar er nokkuð sem ekki er hægt að borga með neinu veraldlegu til baka... Tími er mjög dýrmæt gjöf og verð ég ævarandi þakklát þeim fyrir það. Þau eiga heiður skilið að mínu mati en ég hef ekki vald til að veita fálkaorðu eða riddarakrossa þannig að orð mín og hugur verður að duga í þetta sinn... Hver veit nema ég verði einhverntíman forseti... hehehhee.. EN allavega þá vildi ég bara segja ykkur frá þessu yndislega fólki sem ég á að...
Til hamingju með daginn Hallgrímur...
Guð geymi ykkur...
Athugasemdir
Fátt er betra en að eiga einhvern að halla sér að þegar lífið verður of erfitt.
Elsku snúllan mín. Takk fyrir komment mín megin sem varð aftur til þess að ég ákvað að kíkja við hjá þér.
Bloggvinirnir eru orðnir svo margir... mikið fleiri en ég ræð við að fylgjast með og er það miður. það er svo margt fólk í þessum hópi sem getur kennt mér nýja hluti og minnt mig á hversu heppin ég er og að góð heilsa er gjöf sem ber að varðveita og þakka fyrir hvern dag.
Ég var að renna yfir pistlana þína og get lítið sagt annað en að þrautseigja ykkar er mikil og aðdáunarverð.
Gangi ykkur allt í haginn, guð blessi ykkur mæðginin og innilega til hamingju með klettana í lífinu þínu.
Jóna Á. Gísladóttir, 29.8.2008 kl. 19:28
Jóna... Takk fyrir innlitið og falleg orði í okkar garð... Vertu ávalt velkomin í innlit ef þú sér þér tíma til...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 30.8.2008 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.