Spurt er...

Hann Maggi B spurði í kommentinu hér á undan... og ég skal reyna að svara þér eins vel og ég get...

Hvernig sýkill er að hrjá Hetjuna mína... já það er vitað hvaða sýkill þetta er... Hann heitir ekkert því að hann er svo sjaldgæfur en það sem er vitað um hann er að hann er af sama stofni og berklar... semsagt sjaldgæf útgáfa af breklum, sem vinnur ekki eins og lungnaberklarnir sem við þekkjum, hún er ekki smitandi og legst á bein ekki innyfli... Þessi sýkill er mjög hægvirkut og ræktast bara upp á vikum eða mánuðum... en það sem gerir hann enn verri er að hann er stór og mjög seigur að drepa...

Hvernig fékk Hetjan mín þessa óværu... ja .. það er svosem ervitt að segja því að þessi sýkill lifir víst í grunnvatni og við lifum öll með honum á einn eða annan veg... hann hefur líklega fengið þetta í sundi á einhverjum staðnum... en það þarf röð margra atvika og skilirða til að honum takist að ná svona fótfestu... og það sem er verst í þessu máli er að þetta greinist of seint...

Snúður var t.d. mikið eyrjnabarn og alltaf með rör og þannig... einnig hefur komið uppúr kafinu að ofnæmiskerfi hans er ekki full frískt... það vantar einhverja stuðla hjá honum ( skil þetta ekki alveg sjálf) svo hefur hann verið eitthvað veikur fyrir sem hefur þá ollið því að hann nær fótfestu ... þetta lýsti sér alltaf eins og venjuleg eyrnabólga alveg þangaðitil að sýkillinn hafði étið beinið bak við eyrað út...

Vonandi svarar þetta einhverju... Góða nótt... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þú útskýrir þetta mæta vel. Þetta er semsagt einhverskonar andstyggileg atvikaröð sem veldur þessu hjá drengnum.

Strákanginn....

Hann er bara strákur sem á að vera á spani við að leika sér og hafa gaman, ekki hanga inn á spítala eða vera lasinn.

Hann er svo laglegur snáði með fallega rauða hárið....

Góða nótt elskurnar

Ragnheiður , 28.8.2008 kl. 23:49

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Takk fyrir skýr svör. Ég segi bara en sú óheppni að þetta þyrfti að koma fyrir strákinn þinn. Svona sögur sér maður bara í þáttum á erlendum sjónvarpsstöðvum um einstæðar sjúkrasögur.

En gangi ykkur vel. Það hlýtur bara að fara að koma að góðum fréttum og hann að losna við þetta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.8.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband