Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Notaleg kvöldstund hér heima... afmæli og hugsanir...
Ég sit hér eftir að hafa átt notalega kvöldstund með öllum þeim sem ég elska mest... og sú kvöldstund var hér heima... á okkara yndislega heimili sem hefur verið meira viðkomustaður síðaní janúar en filltist lífi í dag aftur... með söngli og ánægju sonarinns yfir því að fá að vera heima þessa tíma ... það var hreinlega eins og við hefðum verið hér alla síðustu mánuði.. yndisleg tilfinning og það er svo gott að finna að böndin okkar eru svo sterk að ekkert getur slitið þau eða tekið þau frá okkur... Ég eldaði hér eina af mínum þekktu kvöldverðaveislum ... með grilluðu nautarkjöti og öllu tilheirandi... og við buðum mömmu og Hallgrími ... því að hún elskuleg móðir mín á afmæli á morgun... Reyndar á hann karl faðir minn afmæli í dag og óska ég honum til hamingju með það...
Ég fór í allar búðir í dag til að reyna að finna eitthvað lítilræði handa þessari yndislegu manneskju sem hún móðir mín er... en ég komst að því að einginn hlutur hvað sem hann kostar getur sýnt henni þær tilfinningar sem ég ber til hennar... Ef ég hefði getað notað hundruði þúsundar þá var einginn hlutur, skartgripur eða dót nógu fallegur eins og hún er... nógu tær eins og hún er... nógu hreinn og beinn eins og hún er...nógu heilsteiptur eins og hún er eða nógu hlír eða yndislegur eins og hún er... þannig að ég ákvað að gefa henni góða stund með okkur og málverk eftir sjálfan mig... ég vildi að það væru til orð til að lísa því hversu mikils virði og hversu heppin ég er að eiga móður eins og mín er... Það sem ég hefði helst viljað gefa henni er að sonurinn/ barnabarnið væri fullhraustur og kominn af sjúkrahúsi alveg... en það er ekki enn í mínu valdi...
Það er yndisleg tilfinning að sitja hér með snúðinn inní mömmuholu en ... Það eru samt nokkur atriði sem sitja á bakvið eyrað á mér og ég er að vinna úr einu og einu í einu...
... hvað verður næst í baráttunni við sýkilinn...??
... hversvegna valdi faðirinn það að fara frekar til útlandia í 3 vikur í sumarfríinu en að koma og vera með syni sínum...??
... hvað geri ég ef TR tekur okkur ekki alveg uppúr skúffunum...??
... hvernig kemur Ragnari til með að vegna í skólanum sem hefst núna í vikunni...??
... hvað geri ég varðandi vinnu næstu mánuði...??
... hvar endar þetta allt saman...??
Í rauninni veit ég svosem svarið við þessu öllu en það er bara ervitt að viðurkenna fyrir sjálfum sér vissar staðreindir í þessu öllu... það er ervitt að skilja hversvegna fólk og stofnanir hafa sínar stefnur... Það sem ég geri til að láta þetta ekki hafa mikil áhrif á mig þá nota ég Æðruleysisbænina og þá líður mér betur... og svo reyni ég stöðugt að vinna að því að láta ekki aðra stjórna tilfinningum mínum... þessvegna hef ég ekki misst mig meira yfir þessu... Við höfum öðlast mikla og haldbæra reynslu og þroska hingað til og ég veit að við eigum nokkurn veg ófarinn og þegar þeim vegi er lokið er ég alls ekki viss um að fólk eða félög nái að stinga tánum þar sem við vorum með hælana... en eins og ég hef alltaf sagt... það er þeirra missir...
Jæja kæra fóllk ég ætla að slökkva á kertunum og skríða uppí hjá Hetjunni minni og njóta þess að hafa hann hér heima næstu tímana...
Guð geymi ykkur ...
Athugasemdir
Æj knús á þig...
Ragnheiður , 24.8.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.