Laugardagur, 23. ágúst 2008
Hetjan í fánalitunum ... og góðir vinir...
Ég veit að fókl hér bíður eftir upplýsingum af Hetjunni minni... Hann var skömminni skárri í dag en í gær... Hitinn hefur minkað en útbrtin á honum eru mun verri í dag en í gær... Það hafa ekki komiði neinar niðurstöður úr blóðrannsóknunum ennþá... það bendir þá til þess að þetta sé bara svona heiftarlegt lyfjaofnæmi...sem er ekki mjög gott því á er ekki hægt að gefa honum lyfið aftur sem veldur þessu þannig að við erum komin hluta til á byrjunarreit útaf síkingunni í höfuðbeininu... en sérfræðingarnir eru að bera saman bækur sínar um allan heim og það kemur viss niðurstaða úr því næstu daga... En á meðan við bíðum eftir því þá ákváðum við að vakna snemma á morgun og sjá íslendinga verða Ólympíumeistara... hehehhee... Ragnar er alveg á því að við verðum best í heimi... Hann fékk að gjöf í dag stuttermabol í fánalitunum og íslenskan fána til að veifa... svona til að vera með í stuðninginum... bara krúttlegur...
Vegna þess að snúður var betri og það var tekinákvörðun á spítalanum að gera ekkert annað en að hafa hann undir eftirliti í nótt þá fékk ég að sofa heima, Hann Hallgrímur ákvað að vera hjá hetjunni..... en áður en ég kom hingað heim ákvað ég að fara eyjarfjarðahringinn (styttri) og kíkja við hja 2 bestu vinum mínum hér á svæðinu...Mig langaði svo að rétt að líta við hjá þeim til að gefa þeim knús og segja þeim í persónu hversu mikils virði þær erum mér og líka Ragnari... Þær tóku svo vel á móti mér báðar og urðu svo hissa... en mér fannst skemmtilegar að segja þeim hvernig staðan er í prsónu... Þessi innlit voru svo nærandi fyrir sálina... það þarf ekki mikið en bara einlæg og heiðarlega samskipti... Dóra og Hrefna þið eruð einstakar perlur sem ég er heppin að eiga að ... perlur sem lýsa mér veginn á erviðum tímum... perlur sem ég kem til með að geyma við hjartastað alla ævi... þið eruð sannir vinir...
Svo hafa aðilar hér í bæ komið mér vel á óvart með framlögum þeirra á styrktarreikninginn hans Ragnars... mér finnst þetta svo ótrúlegt hvað fólk er gjöfult. Mér finnst á einhvern hátt svo merkilegt að það sé til fók sem finni það í hjarta sínu að hjálpa okkur... ég táraðist yfir þessu því, mér finst í raunninni ervitt að taka við þessari hjálp en hennar er þörf... ég trúði því ekki að ég væri einstaklingur sem hefði náð þannig til fólks að það vildi hjálpa á þennan hátt... mér finnst ekkert mál að hjálpa öðrum þegar ég get og ég geri allt sem ég get... en núna er ég að læra að ég er þess virði að þyggja hjálp sjálf... Ég er sat svo snortin, ég finn fyrir hlýjum straumum, samhug og virðingu fá þessum einstaklingu... Þetta var himnasending frá himnesku fólki sem bjargaði miklu fyrir okkur... Þannig að ég fór í dag og keypti kubbakassan þann eina sanna sem hafur verið á óskalistanum lengi, og færði Hetjunni minni í morgun og þig ættuð að sjá gleðina sem kom á þetta annas veiklulega andlit þessara elsku... Þetta hélt honum gangandi í allan dag... þvílíkt glaður og hann gleimdi vanlíðann sinni og ónotum í langa stund...
Ef hann verður betri á morgun og ef læknarnir hafa ekki komist að niðurstöðu með frammhaldið ... þá er kannski pínu smá, pínu líkur á þvi að við fáum að sofa eina nótt heima ... bæði... það veðrur notalegt að fá að hafa hann hér heima þótt það sé bara ein nótt... en það kemur í ljós á morgun... og þá koma líka nánari upplýsinsgar um hvað hafur verið í gangi...
Ég er að reyna að koma mér í háttinn en ég varð að segja ykkur hvað ég er heppin að eiga góða að og hvernig Hetjunni líður...
Guð geymi ykkur öll...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.