Hetjunni minni hrakar...

... Já því miður verð ég að segja að ástandið hér fór hratt niðurá við síðasta sólahringinn... Hetjan mín liggur núna hér inná spítalanum með yfir 40 stiga hita, útbrot, beinverki, óráð og undir stöugu eftirliti... ekki er vitað hvað veldur en, það er búið að taka endalaust af blóðprufum til að reyna að komast að því hvað er að gerast... annaðhvort eru þetta svona heiftaleg ofnæmisviðbrögð eða önnur sýking í leggnum eða í maga eða einhverstaðar... eða jafnvel bæði.... þannig að það þurfti að hætta með hann á lyfjunum fyrir sýkingunni í höfðinu rétt á meðann það er verið að vega og meta málið... Það skal viðurkennast að það er ervitt að horfa uppá þessa hetju mína í svona ástandi ... svona hrillilega veikan og vanmáttugan gagnvart öllu í kringum sig...hann grét eins og ungabarn af vanlíðan... þessi elska... hvað getur maður gert annað en haldið utanum hann og huggað eins vel og mamma getur...

Reyndar náðum við með hléum að horfa á afrek íslenska landsliðsinns í Peking... og á milli hita og kuldakasta hjá hetjunni minni náði hann að segja "mig langar í búning eins og þeir eru í "... ææii snúðurinn minn... og svo sagði hann "Vá mamma við gætum unnið gull"... fyrir mér er hann jafn mikil hetja og landsliðið okkar... auðvitað finnst mömmu það...InLove

Guð geymi hetjuna mína í faðmi sér og veiti honum styrk til að ná sér að fullu aftur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hjartans kallinn..æj hvað það er leiðinlegt að lesa að hann sé veikur ! Knús á ykkur bæði

Ragnheiður , 22.8.2008 kl. 20:19

2 identicon

Sæl Margrét, las bloggið þitt og það skar mig í hjartað að heyra um drenginn þinn.  Ég sá útskriftarverkin þín í Myndlistaskólanum sl. vor og vona að þú getir haldið áfram á þeirri braut. Mig langar bara til að senda ykkur Ragnari baráttukveðju og óska ykkur alls hins besta.

Aðalbjörg Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 20:22

3 identicon

Elsku dúllurnar mínar, við hugsum til ykkar. Vonandi er þetta bara smá flensuskítur sem lagast strax. Gangi ykkur vel og látiði ykkur líða vel.

Áfram Ragnar og áfram Ísland

Kristjana og co

Kristjana Hrund (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 11:02

4 identicon

Bestu batakveðjur Magga mín til Ragnars, vona að hann hristi þetta af sér sem fyrst

Þórunn Birna (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 17:58

5 Smámynd: Jac Norðquist

Bata og Baráttukveðjur til ykkar mæðginna.

Bestu kveðjur frá Danmörk

Jac

Jac Norðquist, 23.8.2008 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband