Að sýna sitt rétta andlit...

Góða kvöldið...

Ég sit hér og tilfinningin sem ég hef í hjarta mér núna er léttir...ró og það að vera sátt... Það er búið að vera mikið í gangi í kringum mig annað en þetta með Ragnar... Það er satt að þegar lífið reynir á hjá manni þá sýnir fólk sitt rétta andlit gagnvart manni... og maður sýnir líka sjálfann sig berskjaldaðan...

Það er svo merkilegt sem ég hef komist að síðustu daga... Núna í þessu ferli sem hefur núna tekið 221 dag þá er ég fyrst núna að fatta soldið sem hefur gerst hjá mér.. Það er augljóst að þegar ég tekst á við lærdóma lífsinns eins og núna þá legg ég niður varnarmúrana sem ég hef sett upp í kringum mig ... eða kannski ekki múra heldur hegðunarferli... já ég meina við höfum öll visst hegðunarferli sem við höfum komið okkur upp í gegnum árin til þess að eiga samskipti eða sýna sjálfann sig fyrir fólki almennt... Mín aðferð hefur vanalega verið það að vera tilbúin til að hjálpa öllum eins mikið og ég get... fara þangað, redda þessu, hlusta þarna og vera tilbúin að finna lausnir þar... ég byð alldrey um hjálp eða geri lítið úr því sem ég er að takast á við... ég reiðist nær alldrei eða sýni sjaldan það sem mér mislíkar... þetta er bara lítill hluti af mér sem ég haf ákveðið að sýna frekar en annað... þannig að það eru ekki margir sem þekkja mig alveg...  Það er nátturulega staðreind að ég er ekki sama manneskjan og ég var áður en ég byrjaði í þessum skóla sem stendur yfir núna.. en ef eitthvað er þá tel ég mig vera betri manneskja og heilli en ég var fyrir 221 degi síðan... 

Jæja það sem ég er að reyna að segja að núna er komin upp sú staða í lífi mínu að þegar ég sýni sjálfann mig hreina og beina eins og ég er... þá líkar fólkinu sem ég hef talið vini mína ekki við mig eða ákveða að þeir vilji ekki hafa meiri samband við mig... Fólk sýnir mér hliðar á sér sem ég hef alldrey séð áður eða kannski vildi ég alls ekki sjá þær hliðar... í sumum tilfellum hef ég séð þessar hliðar en ekki viljað viðurkenna þessar hliðar á fólki... bingó þá verða árekstrar...  Núna er ég laus við það fólk sem er ekki tilbúið að viðurkenna mig svona... fólk sem gertur ekki horft í augun á mér og verið hreinskilin við mig núna.. fólk sem getur ekki sætt sig við að ég hef ekki tíma til að vera til staðar fyrir það alltaf þegar þvi hentar... og vitið þið... Vááá... hvað það er mikill léttir... LÉTTIR... Það er líka mikill léttir að vera tilbúin að viðurkenna að maður er ekki sú sama og ég var... ég viðurkenni að ég hef ætlast til að fólk sæi þessar breitingar og viðurkenndi þær... en auðvitað er ekki öllum fært að viðurkenna breitingar í fólki og það er eðlilegt... fólk þroskast í sundur og þá skilja leiðir líka... 

Líklega er stæðsta breitingin á mér núna að ég vil að fólk sé hreinskilið við mig, ég vil að það geti rætt við mig í persónu um allt og ekkert, bæði það sem snír að mér og öðrum... einnig er annað að þegar ég er beðin um álit mitt þá segi ég álit mitt ekki það sem ég veit að aðilinn vill heyra...  og annað er líka það að ég er svo tilbúin að heyra hvað fólk hefur að segja um mig... hvað sem það er... því að ég er búinn að sjá það að mér er lífsinns ómögulegt að bæta fyrir hluti sem ég veit ekki um... og ég get ekki breitt mér eða bætt mig ef ég veit ekki skoðun fólks... Það er bara sjaldgæft að fólk sé tilbúið að leiðbeina manni ... það kann ekki að vera hreinskilið og einlægt... það myndar sér skoðanir og tekur ákvarðanir án þess að vilja vita allan snannleikan og það er nokkuð sem ég á mjög ervitt með...

En svo er alheimurinn svo skemmtilegur að þegar ein hurð lokast þá opnast aðrar... ég meina að núna hef ég eignast nýja vini sem eru tær snilld.. aðilar sem eru tilbúnir að leiðbeina manni og stiðja mann eins og maður er í raun og veru... einnig hafa gömul vinasambönd styrkst og orðið sterkari... Þetta er allt fólk sem vill ekki breita manni .. þeir ætlast ekki til af manni að maður sé eða geri hluti sem ég ræð ekki við.. það eins sem þeir vilja er að ég og Ragnar séum hamingjusöm og náum að verða betri í dag en í gær... 

Þannig að fyrst að mamma þessi elska bauðst til að sofa þá fór ég hingað heim og þreyf... og núna sit hér hér í hreinni heimili.. með létti í hjarta því að ég þarf ekki að eiða orkunni minni til einskirs... 

Þannig að núna fer ég í bað og klára þessa hreinsun...

Guð geymi ykkur öll...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Margrét.

Nú ertu á réttri leið stelpa" ég er svo hjartanlega sammála þér með síðustu ræðu,því að eyða orkunni í að verða eitthvað öðruvísi en maður er bara af því að pétur og páll vilja það.Það er ekki hægt að kalla það fólk vini.Enda er betra að hafa þá fáa sem manni líður vel hjá og hægt er að treysta 100% því jú það er alltaf best að geta verið maður sjálfur og vera STOLT af því.

Eigðu góðan dag kveðja. Kristín R.

Kristín Reykjalín (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 11:27

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Takk Kristín.. já það er rosa gott þegar manni tekst að læra af lífinu og vera stoltur af því...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 20.8.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband