Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Frábært samtal...
Það er svo gaman þegar maður fær símtal eða á samtal við manneskju sem maður þekkir og treystir sem hreinlega breitir lífssýn mannas... ég átti eitt svoleiðist samtal í dag við hana Dóru vinkonu mína, já ég hef ekki þekkt hana lengi en OMG hvað hún er mikil manneskja og frábær einstaklingur... ég er svo heppin að hafa fengið hana inní mitt líf... Við Dóra fórum að spjalla um samskiti fólks almennt og svo þegar það kemur eitthvað uppá eins og tildæmis veikindi eða dauðsfall... Nákvæmlega það sem ég var að tala um að ég væri að finna hverjir væru mér enn við hlið og hverjir ekki. jæja.. en Dóra mín hafur gengið í gegnum ýmislegt í lífinu og vá hvað er gott að speigla sig í fólki sem hefur þurft að læra af lífinu. Ég held hreinlega að hún hafi sparað mér marga mánuði í pælingum með þessu eina símtal... og er ég svo þakklát fyrir að hún skildi vera tilbúinn að deila með mér sinni reynslu og benda mér á helling af atriðum sem ég sá ekki þannig frá mínum dæjardyrum... núna sé ég þetta allt í öðru ljósi...
Mamma bennti mér líka á eitt frábært atriði í dag... að auðvitað er ég ekki saman manneskjan og ég var fyrir veikindi Ragnars ... og nóta bene við bæði verðum alldrei sömu manneskjurnar og þar að leiðandi á maður ekki samleið alltaf með sama fólkinu... svo einfalt er það ...
En auðvitað stendur alltaf uppúr, þeir sem eru tilbúnir að þróast og þroskast með manni og þannig eignast maður sanna vini... Það er líka bara þannig að við mannverurnar þolum mis mikið í lífinu... og þá er það bara einfalt að þegar mikið gengur á hjá einum þá hverfa þeir sem minna þola... því þeir vita ekki hvernig þeir eiga að haga sér, hvað þeir eiga að segja eða gera þannig að létta leiðin er að láta sig hverfa...
Þannig að núna er ég búinn að skilgreina þetta allt hjá mér... Það fólk sem hverfur í kringum mig núna verður bara að fá að gera það í friði, það veldur mér ekki meiri hugarangri því ég get ekki breitt þeirra líðann eða skoðunum. ég er þá bara betur settari með þá sem stöðugt koma manni á óvart og hjálpa manni mikið... því að það eru vinir til að halda í ...og halda áfram að rækta...
Guð geymu ykkur og sanna vini ykkar...
Athugasemdir
þú ert að þroskast svo mikið í raunum þínum, að þú flýgur hratt fram úr samferðamönnum þínum, við því er ekkert að gera, stundum því miður en þegar frá líður ertu ríkari með alvöru vini ... gangi þér vel
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 7.8.2008 kl. 00:08
hi babe...
eg verd her.. knus og koss og p.s tu ert ekkert ad hreada mig.... allti lagi ad segja ad svona hlutir hraedi mann, skil tad vel dullan min...
tu bara skrifar tad sem liggur ter a hjarta og tad gerdir tu....
knus knus knus.... LOVE
Þórunn Eva , 9.8.2008 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.