Mömmufrí...

... ég er ný kominn heim úr mömmufríi... það hófst í gær í hádeginu og endar í fyrramálið...

Það skal viðurkennast að það er ekki búið að vera auðvelt að að kúpla sig frá þessu öllu sem er í gangi, en það hófst í dag. Ég semsag fór í gær dag til Þráinns vinar míns í sumarbústaðinn sem foreldrar hans eiga rétt hjá Laugum. Á leiðinni þangað stoppaði í örstutt í Vaglaskógi og tíndi nokkra sveppi til að hafa með kvöldmatnum... ummm... villisveppir eru eitt af því sem ég elska við þennan tíma árs... 

Vinur

Þegar ég kom í bústaðinn tóku á móti mér þeir feðgar alltaf jafn gott að finna hlíjuna og vináttuna sem ég á við þennan yndislega mann og son hans. Við erum búin að vera vinir í nær 6 ár (minnir mig allavega)... reyndar voru fleiri þar á staðnum þannig að við vorum 5 í mat... sem þráinn undirbjó svo snilldarlega. Það skal viðurkennast að mér hefur ekki liðið vel síðann fyrir helgi þannig að það var svolítið ervitt fyrir mig að vera í kringum mikið af fólk. Reyndar var ég ekki hrædd við það þegar ég frétti af þeim aðilum sem voru þar fyrir en þegar á reyndi virtisr það erviðara en ég hélt vegna þess að ég veit og finn það mjög vel þegar ég er ekki sá aðili sem fólk vill tala við... það var mér ervitt... Reyndar er hluti af því sem er búið að vera mér ervitt síðustu daga er að ég er að finna það greinilega hverjir eru vinir mínir á þessum síðustu að vestu... Vinátta er alveg jafn flókin eins og ástarsamband, mér finnst maður eigi að rækta vinskap alveg eins og þá sem maður elskar. Það er samt staðreind að þegar á reynir kemur vanalega í ljós hverjir standa við hlið manns og hverjir ekki. þótt að þetta sé ekki alveg það auðvaldasta að eiga við þegar maður gengur í gegnum dimma dali þá þegar leingra er liðið frá þá verður maður þakklátur... en mér finnst alltaf jafn ervitt að missa vini og finna fyrir tómleikanum sem sá missir skilur eftir sig. Ég er búinn að vera mjög einmanna síðustu daga... þá meina ég einmenna í fjölmenni... Ég er búinn að gráta og hlæja síðustu 2 daga, og var mömmufrí mér mjög kærkomið til að átta mig betur á þeim tilfinningum sem brjótast um í hjarta mínu þessa dagana... 

Þegar gestir hans Þráinns voru farnir gátum við vinirnir rætt vel saman um allt sem var að brjótast um í hausnum á mér, sem var mér mikil hjálp ... það er nauðsinlegt að spegla líðan sína í öðrum svo að maður fái aðrar hliðar á málunum og getur þvi betur mindað sér skoðanir og tekið ákvarðanir. Við láum í pottinum framm á nótt ogspjölluðum um allt og ekkert, horðum uppí himinninn og nutum þeirrar yndislegu kyrrðar sem var í nótt.. Eftir langt, heitt bað var ekkert betra en að skríða undir sæng og sofa framm á morgun... ég fékk mér morgunmat úti á balli og fann að ég gæti vel sofið lengur þannig ég fann mér dýnu og hlíja peisu og koddann minn og lagðist út í garð undir trjánum og svaf þar í 2 tíma... yndisleg, tær snilld að sofa svona út.

Um3 leitið ákváðum við að taka saman...eða reyndar tók Þrínn til ... hehehehe... flottur karlmaður þar á ferð. svo var stafnan tekin uppí Mývatnsveit og aðalmarkmiðin var að taka myndir... á leiðinni stoppaði ég á Laugum í Sparisjóðnum þar sem ég er með eitt að lánunum mínum og hitt  útibústjórann og fékk betri útskýringar á því útaf hverju þeir vildu ekkert gera fyrir mig... en það er önnur saga...

Þegar við komum upp í Mývatnsveit filltist hugurinn af morgum góðum og gömlum minningum frá þeim tíma sem ég "bjó" það... ég var með annan fótinn í þessari induslegu sveit í nær 10 ár.  þannig að þar þekki ég alla leiðir, þúfur, hella, skúmaskot og hóla.. Þeir feðgar voru tímabundnir þannig að við byrjuðum í Höfða þar eru yndisleg mótív...

HÖFÐI

Höði er yndislegur staður og gengum við þar stæðsa hringinn og ræddum um allt sem við augu bar... bæði fugla og flugur... náttúran þar er sú stórglæsileg sem landið á.  Veðrið lék líka að dekra okkur eins og það gat... ég þoli illa mikla sól .. en hitinn og þegar það var skýjað var verðir perferk.

Klukkublóm

Við gleymdum okkur í á þessum yndislega stað þannig að við komumst ekki í Dimmuborgi og ákváðum að brenna beint í Námaskarð og þar var tekið hellingur af myndum... Það að ljósmynda er ein að mínum leiðum til að gera eitthvað fyrir mig... það fær mann að sjá fallegu hlutina í nánd og getur tekið þá upplifun með sér heim og notið aftur og aftur til að vekja upp góðar tilfinngar.

Námaskarð 2008

Námaskarð er náttúrulega snilldar staður fyrir áhugaljósmyndar... og aðra auðvitað. það er alltaf dama ævintírið að koma þangað... því svæðið tekur stöðugum breitingum...

Námaskarð 2008

Litabrygðin á svæðinu eru  ótrúlegir og ætlaði ég alldrei að geta hætt... held að ég hafi komið heim með um 150 myndir bara af því svæði... þannig að þetta varbara gaman...

Þegar ég var búinn að taka allt sem ég vildi af myndum ákvað ég að rúlla mér heim á leið... reyndar stoppaði ég í Hrauninu við Reykjahlíð og tíndi helling af meiri sveppum og þegar ég kom heim var með því fyrsta sem gerði var að smjörsteikja sveppi og salta  og borðaði með bestu lyst á ristað brauð... ummmmmmmmmmmmmmmm............ æði....

Núna sit ég bara og er að skoða og vinna myndirnar sem ég tók í dag og dær... þannig að það fara að komast myndir inná Flicerinn minn..

Jæja ég kem líklega fljótlega inn hér með heimspekilegri skrif þegar ég er búinn að átta mig alveg á líðann minni... farið vel með ykkur...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband