Sunnudagur, 3. ágúst 2008
Einn skemmtilegasti dagur Ragnars síðnan í janúar...
Þótt að ég sé reið og pirruð þá eru sem betur fer aðrir aðilar sem hafa hjálpað til með að halda lífi Ragnars eins eðlilegu að hægt er miðað við aðstæður... Þetta fólk á heiður skilið fyrir að vera tilbúin að umturna lífi sínu til þess að hjálpa okkur... þau eru endalaust tilbúin að vera til staðar og hjálpa... Mamma og Hallgrímur ég veit ekki hvar ég væri ef ekki væri fyrir ykkur í þessu öllu... Þau fóru t.d. með Ragnar í hvalaskoðun í gær til Húsavíkur... það var ekki hægt nema með hliðrun frá sjúkrahús yfirvöldum sem er bara gert í einstaka tilfellum ... núna var það gert til að gefa hetjunni minn smá ævintíri og tilbreitingu í lífið... þannig að lyfjagjafir voru færðar til svo að hann kæmist með þessu yndislega fólki sem við eigum að.
Hér eru hinar tvær hetjunrar mína ... mamma og Halli Afi... á leiðinni með Haffara frá Húsaík á hvalaskoðunarmiðin...
Hér er hetjan mín að fylgjast með sjónum til að sjá nú örugglega hvali...
Áhugann vantaði ekki og tilhlökkunin yfir þesari yndlisleu tilbreitingu í lífinu...
Þegar þau komu uppá sjúkra hús um 10 leitið í gærkvöldi, eftir sjóskvettingar, mikila útiveru, rugg, ról og nokkra hvali þá var gelðin það eins sem skein úr andliti þessa yndislegustu veru sem ég kalla hetjuna mína... Hann knúsaði mig og kossar mínir voru með saltbragði sem honum þótti mjög skemmtilegt ... En þegar maður er búinn að vera svona lengi á spítala og í svona miklum lyfjagjöfum þá er úthaldið ekki mikið svo að svefninn sótti fjótt af snúðnum ... og ég stóðst ekki að taka eina mynd að því friðlega andliti sem balsti við mér í rúmminu hliðina á mér eftir ævintíralegan dag...
Guð geymi ykkur öll...
Athugasemdir
Æ hvað þetta hefur verið gaman fyrir strákangann......ekki veitir af tilbreytingunni, það vona ég svo innilega að hlutirnir fari að skána hjá ykkur...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.8.2008 kl. 14:23
já mér finnst að þú ættir að gera það hiklaust.... ég skal hjálpa þér með því að hvetja fólk til að leggja inná og þá þarft þú þess ekki....
ef að þú stofnar kannksi reikn og sendir mér svo á e meil það er thorunneva@tron.is
endilega gerðu það :) sendu mér mail.... knús knús knús í krús
Þórunn Eva , 4.8.2008 kl. 16:59
Bloggknús á ykkur og bestu kveðjur :)
Hólmgeir Karlsson, 4.8.2008 kl. 23:45
æ, þau eru öll svo falleg þegar þau sofa ;) og ekki aldeilis síst eftir viðburðarríkan dag sem þessi kútur á alveg örugglega inni!!!!!;) á sjálf fjögur stykki og öll vandamál og erfiðleikar gleymast þegar ég sé þau sofandi, þessar elskur. Já, þetta er kannski klisja, en allir foreldrar vita að þetta er svo satt!! ;) Njóttu fegurðarinnar !
ókunnugur lesandi (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 03:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.