Fundurinn með sérfræðingum og bankarnir...

Já ég er aðeins búinn að hugsa hvernig ég ætti að skrifa þessa færslu...

Í gær var fundurinn með sérfræðingunum, læknunum, hjúkkunum, heimahjúkkunni, og aðstaðdendum Ragnars... Það kom framm á þessum fundi að í raun hefur það eina sem tekist hefur síðustu 6 mánuðina er að halda sýkinginngunni  staðbundinni... þannig að í raun erum við á sama stað og í janúar... og við fengum líka að vita það að það eru minnst 6-7 mánuðir eftir ef nýju lyfin sem á að byrja á á mánudaginn virka vel... þannig að það er ljóst að ég fer ekkert að vinna fulla vinnu fyrr en í fyrstalagi næsta vor... úfff... og ég sem var að fá bréf frá bankanm þess efnis að þeir geta ekkert gert til að létta greiðslubyrði mína .. ég er í skilum og það er ekkert gert fyrr en allt er komið í óefni ... nokkuð sem ég get ekki hugsað til enda... kannski verð ég bara að keyra sjálfann mig í gjaldþrot til að geta sinnt því að vera með veikt barn... 

Þetta eru allt blákaldar staðreindir sem ekki er hægt að líta framhjá en þegar maður í fleiri skipti er búinn að leggja spilin á borðið við bankana og sýna vilja til að standa við sitt með smá hliðrun og aðlagningu þá er ekkert meira hægt að gera...Heilsa sonarinns er mér meira virði en peningar...

Síðann í hádeginu í gær er ég búinn að taka sveiflurnar upp og niður... og fór alveg í þann pakka að spyrja almættið hvers við ættum að gjalda að vera dæmd í meira en árs fangelsi.. en auðvitað veit ég það að við höfum ekkert gert af okkur til þess að verðskulda það...núna er ég bara kominn í þann gír að þetta hefst alllt á endanum einhverntímann þótt það taki meira en ár fyrir okkur... vonin segir mér að við getum allt... við höldum ennþá í drauminn um að þegar þessu yfirlýkur förum við til Danmerkur í Lególand og Tívolí...

Allt veraldlegt fíku útum gluggann þegar snúðurinn brosir sínu breiðasta farmaní mann og segir "mamma... ég elska þig" þá er tilgangi lífsinns náð... 

Ég hef síðustu daga reint að finna mér einhverja leið til að gera eitthvað til að næra sköpunargiðjuna í mér og hef ég farið hverja þá mínutu sem ég á lausa að taka myndir... Það er að ljósmynd er hobby sem mig langar að gera meira af og er ég að láta mér dreyma um að skattmann gefi mér 15.000,- krónur meira en ég býst við svo ég geti keipt mér þrífót... já ég veit það er líklega bruðl enda er þetta bara draumur ennþá... 

Jæja ég ætla að láta þetta duga í bili... Guð geymi ykkur öll ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórunn Eva

knús og koss og vonandi fer allt vel.... LOVE

Þórunn Eva , 31.7.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband