Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Dagarnir líða...
Já... það er víst að dagarnir líða hjá okkur eins og ykkur öllum... Persónulega er ég búnn að vera í einhverri sálar krísu sem tekur enda eins og allt annað... mér finnst þetta allt bara vera orðinn óendanlega langt og er farinn að þrá það heitar en annað að eignast eðlilegt líf aftur ... en... það er víst ekki í mínu valdi ennþá... Ragnar er samur við sig þótt að þeim fjölgi nú skiptunum þar sem hann tilkynnir mér það hátt og skírt að þetta sé að verða komið nóg... enda sklija það allir sem eiga hlut að máli... Ég gæfi aðra hendinina núna bara fyrir það að geta gefið okkur frí í 2-3 daga og fara eitthvað saman og njóta tilverunnar annarstaðar en á sjúkrahúsi eða hér heima... en við reynum að gera ýmsa hluti til að minna okkur á það að sumarið er yndislegur tími ... í dag fórum við hér út í móann fyrir aftan húsið okkar í grasaleiðangur... þótt að það hafi nú aðalega verið spjallað um lífið og tilveruna þá var þetta góð stund... við komumst að því að hér fyrir ofan er hellings berjaland en þau þurfa soldið meiri rigningu og tíma til að berin séu orðin æt..
Ég komt reyndar í hálfann sólahring frá um daginn og hitti vin minn hann Þráinn og son hans eina góða kvöld stund...en ég fann það samt svo vel hvað mér fannst sárt fyrir Ragnars hönd að geta ekki komið með ... ég saknaði þess að geta ekki notið þessarar samveru með honum því að þeir synir okkar ná svo vel saman... síðustu 2 ár höfum við mæðginin fengið að hitta þá feðga í sumarbústað í nokkra daga á sumrin... það eru svo góðar stundir... en ... ekki þetta árið...
En það er svo gott að finna hverjir eru vinir manns þegar maður gengur í gegnum dymma dali... Takk Þráinn fyrir stuðninginn og bara það að vera til staðar...
Guð geymi ykkur öll...
Athugasemdir
það er sko gott að eiga góða vini á svona tímum.... reyndu nú að hafa það gott og vonandi fer þessi sálar krísa að kveðja þig...
þú ert svo óendanlega dugleg og ég lít svoooo mikið upp til þín..
knús og koss og mundu að þú er frábær sama hvað hver segir...
Þórunn Eva , 29.7.2008 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.