Páskadagur liðinn...

Jæja þá er páskadagur 2006 liðinn hjá mér...
ég vona að ég geti bara laggst útaf og sofnað fallega því að þessi dagur markar tímamót í mínu lífi... Ég upplifði það í fyrsta sinn á lífsleyð sonar míns að verða viti mínu fjær af ótta um líf hans... Við mæðginin fórum eftir barnatíman norður í Mývatnsveit í matarboð, yndislegt að koma í sveitina "okkar" eftir svona langann tíma... en til að gera langa sögu stutta þá á leiðinni heim var færðin farinn að versna. Ragnar var í bílnum hjá mömmu, og við ákváðum að hún yrði á undann því að hennar bíll er fjórhjóladrifinn... jæja.. þegar við vorum að koma niður af Fljótsheiðinni horfi ég uppá móður mína missa stjórn á bílnum í krapa, hringsnúa honum og á hraðleið útaf... en þau enduðu í veggantinum á steini.... Ég fann hvernig hjartað í mér stoppaði... við þessa sjón og hræðsluna í svip sonarinns í glugganum... Ég er ekki vissum að ég gleymi þessari sýn á næstunni... En það meiddist einginn og bíllinn í lagi... en sjokkið og veruleikinn varð okkur öllum mjög ljós í dag ... veruleikinn um það hvað okkur þykir óendanlega vænt um hvert annað hér í þessari annas litlu fjölskyldu...
Ég vil biðja Guð og góðar vættir að vaka yfir heiminum í nótt ... veita fólki hlíju og yl, mat og vatn.. ég vil byðja hann um að vernda þá sem eiga bátt og þarnast alúðar...
Góða nótt... kæru lesendur..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband