Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Ég stenst þetta ekki...
Mér er lífsinns ómögulegt að standast það að horfa og stundum þá stenst ég ekki heldur að taka myndir...
Það er lífsinns ómögulegt að standast svona tæra fegurð og ró... maður heyrir varla andadráttinn... það tekur mig samt sárt að sjá öll örin sem snúðurin minn er kominn með... Ég finn til í hjartanu þegar ég horfi á þetta yndi svona fallegann endalaust tengdann við slöngur... er þessu ekki að ljúka því mér finnst þetta yndi búið að læra og þroskast nóg... ef ástæða þessa mála sé til þess... svo ekki sé talað um það sem hefut skaðast á þessum lærdómi... andvarp... æææiii ég er bara eitthvað meir í dag finnst þessi elska búinn að þola nóg núna... en ég veit að þetta tekur allt sinn tíma..
Jæja... það er víst kominn hátta tími...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.