Frábær viðbót...

Góðann daginn ...

Já mig langar að segja ykkur frá þeirri frábæru hjálp sem við erum komin með... Hún heitir Steingerður og kölluð Sisa... hún er liðveislan hans Ragnars sem kemur hingað til okkar alla virka daga frá 10-13 ...  Hún nær frábærlega til hans og voru þau t.d. í 2 tíma útí Kjarna í morgun... og Ragnar kom skrámaður og skítugur til baka svona eins og 7 ára strákar eiga að vera það var svo yndislegt... Grin hann er svo ánægður og kátur með hana og virðist hún ná frábærlega til hans, það er nokkuð sem er ekki öllum fært... hún meira að segja er betri í því en ég að fá hann út með sér og það er líka frábært... þannig að ég er voða glöð með þetta.  Hún Sisa er yndisleg viðbót við okkar annas litlu fjölskyldu. Henni er líka borgað fyrir það að þrífa hjá mér einu sinni í viku fyrir utann tímann sem hún er með Ragnar ... þannig að ég er búinn að sitja hér í hreinu heimili með glaðann strák og er að reyna að skipuleggja sjá sjálf tíma.. ég kann það varla lengur.. en, það kemur... Blush ég er allavega farinn að sjá ræktina í hillingum aftur og þarf bara að finna mér pening til að endurnýja kortið mitt og þá get ég farið þangað á þessum tíma , ég hlakka mikið til þess... ég byrjaði reyndar hjá sjúkraþjálfanum aftur í síðustu viku sem er góð byrjun á því að koma sér af stað aftur... 

Svo sá ég að Gróa læknirinn okkar er kominn úr sumarfríi og við erum enn að bíða eftir svörum að utann... en það kemur ég er viss um það...

sætur... breeassaður

Hér er enn ein gömul mynd sem mig langaði að sýna ykkur...

Jæja kæra fólk látum þetta duga í bili...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

mikið er gott að Ragnar er kominn með liðveislu og er ánægður með hana. það munar öllu . Sjálf þarf ég á þessari þjónustu að halda ,ég beið frá áramótum þangað til núna, ,ég ´er að fara að hitta hana á þriðjudaginn. Hér í RVK eru sérkonur í að þrífa fyrir fólk, börn. Er hún ekki það sem heitir frekari liðveisla? Þær gera meira .

Elísabet Sigmarsdóttir, 27.7.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband