157 dagar...

Góða kvöldið...

já það eru 157 dagar liðnir af verkefnun sem við mæðginin erum að takast á við þessa dagana... (22vikur og 3 dagar). Á morgun fer Hetjan mín í sína 13. svæfingu síðan í janúar... æðarleggurinn sem hann var með rann útúr æðinni í morgun, æðarlegur sem átti að græðast inní hann... jamm hann festist greinilega ekki betur en þetta... þannig að hann fær nýjann... nýtt skott... Grin eins og við köllum það...

Mér skilst að það séu allir læknar sem eru að vinna á barnadeildinni í dag að vinna að því að finna lausn á þessum sýkli sem við erum farinn að kalla gæludýr ... það eru menn í Hollandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum, Danmörku og Englandi að skoða hvað er hægt að gera til að losa Hetjuna mína við sýkilinn. 

Ég veit ekki hvort ég var búinn að segja ykkur frá því að það kom uppúr kafinu um daginn að annað lyfið af tvem sem Ragnar fékk er búinn að valda því að hann er kominn með heyrnaskerðingu á vinstra eyra líka... þannig að því lyfi var snarlega kippt út... þannig að hann fær bara eitt lyf núna og það lyf hefur ekki fulla næmni á sýkilinn ... þannig að núna er verið að leita hörðum höndum að nýjum lyfum en við meigum ekki vera bjartsýn á það... En við verðum að halda í voninina...

Læknarnir segja að við meigum búast við mánuðum í viðbót í þessu ferli, þannig að ég er að reyna að átta mig á því hvernig ég get skipulagt næstu mánuði. Það er ýmislegt í gangi sem þarf að skipuleggja. Það er augljóst að reikningarnir hætta ekki að koma þótt líf okkar sé sett á holde... þannig að ég sendi ábygðarbréf til bankana í dag þar sem ég er að byðja þá um hjálp með lánin mín. 

Það er komið í gegn að ég er að fá liðveislu... það verður frábært að geta farið að sinna minni eiginn endurhæfingu. Já... lyfrarprufan kom þannig út að ég er líklega á leiðinni inná Kristnes í haust eða vetur... lifrin virkar ekki vegna of mikillar fitu og streitu... Þannig að það er ekki seinna vænna að ég fari að taka á kílóunum aftur... það er bara þannig...W00t hvað sem það kostar...

Jæja kæru lesendur þá verður það ekki fleira í bili... Guð geymi ykkur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kominn tími á innlegg.  Gangi ykkur sem allra best elskurnar mínar og ekki hætta að vera duglegustu frændsystkini sem ég á.  Knús og kossar frá Selfossi.

Kristjana Hrund (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 22:10

2 identicon

...klárlega kominn tími á að ég smelli á ykkur smá knúsi...hef verið löt að brasa í tölvunni af því að ég er búin að vera í fríi...

Eníveis...       KNÚS

Guðrún (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 18:01

3 identicon

Ástin er engin notalegheit.

Enginn elskar í raun og veru án þess að þjást.

Við þjáumst vegna þess að við elskum.

Ástvinur þinn deyr og eftir situr þú sárþjáður vegna þess að þú elskar.

Barnið þitt lendir í vandræðum og þú þjáist með því vegna þess að þú elskar.

Vinur þinn veikist og þú finnur til með honum vegna þess að þú elskar.

Þú elskar og bikar þjáningarinnar bíður þín.

Í Færeyjum segja þeir að sá sem aldrei geri mistök geri ekki nógu mikið.

Sá sem aldrei þjáist elskar ekki nógu mikið.

Ást er hluttekning. Að elska er að finna til.

Ástin er tárabarn heimsins.

...ákvað að bæta þessu við...fannst þetta eitthvað svo mikið þú!

Guðrún (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband