Pólitískur aumingjaskapur...

Hér í þessu viðtali á N4 segja þau Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri Akureyrar og Baldvin H. Sigurðsson fulltrúi Vinstri Grænna í bæjarstjórn Akureyrar , að þau komi til með að styrkja söfnun okkar til Myndlistaskólans á Akureyri með því að mæta á styrktartónleikana okkar á fimmtudaginn síðasta...

En...það mætti EINGINN frá bæjarstjórninni né Akureyrarstofu...Ég verð að segja það að ég kem til með að muna þetta um næstu kosningar og það eru margir fleiri en ég... Þessi skortur á skilningi og vilja bæjarinns á stöður eins elsta skóla Akureyrar og skóla sem hefur laggt grunninn af því listalífi sem er í þessu bæ, er til HÁBORINNAR SKAMMAR fyrir okkur Akureyringa.  Í þessu viðtali er líka talað um góða stöðu bæjarinns en ég veit að bærinn hefur lítið sem ekkert stutt skólann fjárhagslega í gegnum síðustu ár og hafa stjórnendur skólans þurft að leggja á sig ómælda vinnur og tíma til að yfirhöfuð ná samningum við bæinn...  Hvað er þetta fólk að hugsa..?? mér er spurt... þvílíkur póletískur aumingjaskapur og vanvirðing á frábæru ævistarfi fólks sem hegur laggt grunnina að "skóla og listabænum" Akureyri....

Myndlistaskólinn á Akureyri hefur í gegnum tíðina útskrifað mikinn hluta af okkara frægustu listamönnun og hönnuðum bæði hér á landi og um allan heim..Nemendur Listhönnunardeildarinna hafa síðustu 3 árin verið verðlaunaðir sem bestu nemendur í þeirri grein á landinu... Nemandi hefur verið tilmefndur til Eddunar og svo má ekki gleyma að í sumar fékk skólinn þá viðurkenningu að eiga Eruopian Student of the year... þetta er heiður sem eingum skóla í þessum geira hér á landi hefur tekist áður... og eru þetta mat 4 stæðstu samtaka í grafískri hönnun í heimi...  Því í ósköpunum geta þessir "svokölluðu" stjórnendur Akureyrir ekki séð hvaða gimstein þeir hafa hér á svæðinu og séð sóma sinn í því að styðja almennilega við bakið á skólanum?

Þið verðir að fyrirgefa að ég skuli allt í einu koma með póletíska umræðu hér en nú er mér nóg boðið og ég get ekki þagað lengur ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband