Til skólans okkar...

Halló kæra fólk...

ég sit hér núna um miðja nótt eftir styrktartónleikana okkar... það er ervitt að fara að sofna núna en klukkan er að ganga 2 og ég veit að mín bíða verkefni í fyrramálið en ég vil deila hér með ykkur afrekum dagsinns...

Okkur tókst núna í kvöld að safna um 800.000,- krónur fyrir skólan okkar þá eru ekki taldir með afslættir sem við erum búin að semja um hjá fyrirtækjum í bænum og framlögum í formi t.d. bóka og annað... Enn eru samt hellingur af málverkum eftir sem verða áfram til sölu til styrktar skólasn.

Okkur tókst það sem við ætluðum okkur... þótt ég syrgi það pínu að fjöldi núverandi nemanda skólans létu ekki sjá sig né bæjarstjórinn eða forráðamenn Akureyrar... og lýsi ég hér með vonbrygðum mínum með stjórnendur þessa "lista og skólabæjar" sem nefnist Akureyri... Bæjarstjórinn lofaði því meira að segja að mæta og sýna stuðning í sjónvarpi og hún gerði stórt glappaskot með því að mæta ekki í kvöld. Það sem bjargaði okkur var maður að nafni Benidigt Steingrímsson sem er frá Hafnarfirði... halló!! hvar eru akureyringarnir mér er spurt... Það er okkar hagur að skólinn blómstir... sýnum það!!!

Jæja ég varð bara aðeins að deila með ykkur hugsunum mínum sem eru blendnar af gleði yfir því að hafa tekist þetta fyrir skólann og svo vonbrygði með bæjarbúa... 

Guð geymi ykkur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mér finnst það alveg rétt hjá þér að skrifa um þetta - Frábært framtak hjá þér/ykkur.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.7.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband