Sunnudagur, 6. júlí 2008
Konur 24.000 árum fyrir krist...
Svona þóttu konur fallegar 24.000 árum fyrir krist...
... það hefur greinilega mikið breist síðan...
Mér er mjög hugleikið þessa dagana hvað það er sem gerir konu að fallegri konu, áhugaverðri konu og konu sem fólk lítur upp til... hvað er það sem kona þarf að bera til að fá að njóta sín í samveru við annað fólk... þá er ég ekki bara að tala um hitt kynið því að konur eru konum OFTAST verstar... Eru það karlmennirnir sem búa til þá ýmind sem við eigum að hafa eða eru það konur sem setja þessar endalausu kröfur á okkur kynsystur sínar...
Þessar hugsanir mínar koma núna út frá þeim látum sem hafa verið í kringum mig síðsata mánuðinn útar balaðaviðtölum og þannig og svo kom blogg vinur minn Svanur Gísli með skemmtilega færslu um áhugaverðar konur... Ég hef sjaldan verið eins einmanna og þegar síminn stoppaði ekki hjá mér með hamingjuóskum og lofi um farmmistöðu mína bæði varðandi strákinn og Evrópsku verðlaunin... ég var einmanna í þessu lofi sem er skrítið að hugsa til baka... en ég er ekki einmanna núna þegar ég er að láta gott af mér leiða fyrir Myndlistaskólann og er samt í fjölmiðlum... í raunninni hef ég í gegnum árin síðann ég flutti úr borginni og hingað norður fyrir meira en 4 árum legið meira baka til í samfélaginu og ekki viljað vera áberandi... En núna er maður meira orðinn samfélags eign og maður má varla fara út úr húsi nema að líta sitt besta út svo að það fari ekki að spirjast út kjaftasögur... mér finnst þetta allt svo innihladslaust.. og stundum vildi ég að ég gæti farið til baka og verið bara ósynileg ... ég stjórnaði því þá hvað kæmi inní líf mitt og hvenær... samt vil ég alveg ná árangri í lífinu og því sem ég tek mér fyrir hendur ... æææiii ég skil stundum ekki hvaða kröfur eru gerðar á mann... og auðitað eru það í rauninni bara kröfur sem maður setur á sjálfann sig...
ég ætla að hugsa þetta áfram áður en ég skrifa meira...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.