Ein færsla frá hjartanu...

Góða kvöldið ...

Já þarf stundum að losa um hjartað líka... Ég fékk að fara aðeins út áðann því að Ragnar var sofnaður... Veðrið er yndælt og ég rölti mér út í Listigarð og fann mér bekk til að setjast á... ég horfið í kringum mig og naut þess að sitja þarna í rigningarúðanum ein, með fuglasönginn og úðann í andlitið... Það er nauðsynlegt að vera einn með sjálfum sér inná milli. En það var svoldið ervitt líka því þótt listigarðurinn sem yndislegur þá finnst mér hann líka einmitt mjög rómantískur og í þeirri hugsun minni löbbuðu 2 falleg pör framhjá mér og héldust í hendur... annað parið stoppaði og tók utanum hvert annað og stóðu þarna í miðjum listigarðinum og nutu samverunnar á þessum magnaða stað... á meðann magnaðist í hjarta mér einmannaleiginn og tilfinningin um að ég svona ein hefði ekkert á svona fallegum stað að gera... Mikið vildi ég að ég gæti tekið svona utan um mann sem ég elska... finna það öryggi og straum sem maki manns getur veitt manni...  Ég vil nú ekki breita blogginu mínu í einkamála síðu með þessum pisli en stundum læðist að mér sá grunur að ég sé að renna út á tíma... síðasti söludagur... eða eitthvað þannig... þótt að engillinn minná öxlinni segi mér að láta ekki svona... en... Það er heil mikið mál að vera í minni stöðu og í minni stærð (þá meina ég aukakílóin)og á mínum aldri að leita sér að maka eða lífsförunaut... Kannski er bara kominn tími til að sætta sig við það að vera einn... ekki það að þau síðustu ár sem ég hef verið ein séu eitthvað slæm ég hef bara aldrey hugsað það þannig að ég verði alltaf ein... mig langar í maka sem getur elskað mig og Gullmolann minn... 

ég vil taka það framm að ég er ekkert deperet... bara svona að leyfa hjartanu að tala. og þeir sem þekkja mig vita að ég hef varla verið við karlmann kennd í ein 5 ár... og hef liðið vel með einstaka dögum sem þessar tilfingar koma uppá yfirborðið... 

Satt berst að segja er þetta vandi allra einstæðra kvena sem ég þekki... að þessi mál eru bara þrautinni þyngri þegar maður er vaxinn uppút djamminu og þessu endalaust næturklúbbaveseni... það skilur EKKERT eftir sig nema móral,og í fæstum tilfella ánæju með útrásina... hehehhee...skiljið hvað ég á við.

Þannig að þegar einnar nætur gamanið missir marks hvað er þá eftir... ekki eru karlmennirnir í röðum hér á spítalanum...

ÆÆiii.... hafið þetta tuð afsakað... ég varð bara að koma þessu frá mér...

Góða nótt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jac Norðquist

Falleg færsla vina og alls ekkert tuð.... Ég er svo heppinn að hafa fundið stóru ástina í lífi mínu og hún meira að segja gisftist mér.... hún stóð með mér þrátt fyrir að ég hlæði utan á mig auka kílóum og sagði aldrei neitt særandi gagnvart ofþyngdinni minni...... nú, loksins 12 árum síðar er ég búinn að sigrast á helv... aukakílóadjöflinum og enn stendur fallega eiginkonan mín mér við hlið... kasólétt af þriðja barninu okkar. Ég tel mig vera einn lánsamasta mann á jörðinni í dag. En veistu vina.... leiðin að þessari hamingju minni.... var þyrnum stráð ! Ég átti enga æsku, ofbeldi og niðurlægingar voru daglegt brauð ásamt fleiri ljótum hlutum. Líf mitt byrjaði ca við 20 ára aldurinn. Ég efa það ekki eitt augnablik vina, að einhver góður strákur þarna úti, eigi eftir að rekast á þig og sjá með augum ástfangis manns, beint inn í fallega hjartað þitt. Þegar að því kemur, gleymist ekki þessi erfiði tími sem þú ert að ganga í gegnum, heldur fær hann þig til að meta betur það sem þú munt eiga.

Mínar bestu kveðjur til þín vina.

Jac Norðquist

Jac Norðquist, 6.7.2008 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband