Sunnudagur, 19. nóvember 2006
lífsinns leið...
... já ég kom heim núna eftir miðnætti eftir langar og góða umræður við 2 aðrar konur sem hafa farið misjafnar leiðir í lífinu...en niðurstaða okkar allra var að hamingjan skiptir meira máli en peningar og veraldlegir hlutir... Hamingja okkar og barnanna okkar.... eðlilega viljum við að allir sem okkur þykir væntum séu þar með í myndinni... en því miður eru til aðilar sem vilja ekki láta hamingjuna blómstra... eða leifa okkur að þykja vænt um sig... en maður bíður ekki hálfa eða heila mannsævi eftir því sem einhverjum öðru þóknast... eða þóknast ekki... því við berum bara eina ábyrð og það er á okkur sjálum og þar að leiðandi á börnunum okkar... en öðrum getum við ekki borið ábyrð... En staðan var að við erum misjafnlega tilbúnar að bera ábyrð á okkur... og ég er svo glöð með að vera búinn að taka þá ábyrð.. og vera búinn að finna lífi mínu farveg sem virkar fyrir mig og soninn... En eins og eðlileg manneskja þá á ég mér mínar niðursveiflur og uppsveiflur en millivegslínan er fundin... :) og það er frábær gjöf að finna hana og standa með sjálfum sér á henni... :) hehehee.. já ég veit að ég er heimspekileg í dag... en auðvitað skilja þetta ekki allir því að þeir þyrftu þá að hafa veið fluga á vegg þar sem ég var í kvöld... en ég þurfti að skrifa þá tilfingu sem ég bar í hjarta... og hún er hamingja með minn stað í lífinu í dag... :) Góða nótt elskurnar..
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.