Mánudagur, 23. júní 2008
Viðtalið leiðir gott af sér...
Sælt veri fólkið...
Jæja þá er helgin búin og sólin farin að skýna með allri sinni dýrð og hita... ég er kannski 3 ísbjörninn sem menn tala um því að ég er neon hvít og þoli illa svona hita... hehehehe ...
Mig langar að segja ykkur frá því að vitalið í DV hefur leitt gott af sér bæði fyrir Ragnar og aðra... því mér hafa borist hellingur af e-mailum þar sem fólk þakkar fyrir einlægni mína og bíður mér góðar og vel þegnar upplýsingar um allskonar aðferðir sem geta hjálpað snúðnum til að ná bata og er það allt mjög vel þegnar upplýsingar og kem ég til með að skoða þær allar... Einnig fékk ég mjög fallegt símtal í morgun þar sem forstöðumaður kirkjuskólans í Glerárkirkju hringdi og vildi fá að hitta okkur því að þeim langar að gefa honum gjöf... Hann var nefnilega í kirkjuskólanum fyrir áramót... mér finnst hugsunin svo falleg.... Einnig hringdi í mömmu kona (sem hún þekkti vel fyrir mörgum árum ), þessi kona er einn af íslandsmesti viskubrunnur um heyrnaskerðingar og heyrnaleysis... hún er bauð okkur alla sína hjálp og bauðst líka til að lána okkur tæki fyrir hann í skólann þannig að hann að hann þoli betur að vera í margmenni og þar sem er hávaði.... Ég er svo þakklát fyrir öll þessi boð um hjálp og allan þann hlíhug sem okkur berst núna... það er yndislegt.. og vil ég þakka öllu þessu fólki kærlega fyrir...
Athugasemdir
Bestu óskir um góðan bata
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.6.2008 kl. 16:27
Magga mín það er alltaf sól og hlýja þar sem þú ert
Guðrún (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 16:46
kvitt og knús til ykkar nú eru sjö ár síðan við lágum saman hlógum og grétum til skiptis og allt þar á milli.
Guðný
Guðný Jóhannesdóttir, 23.6.2008 kl. 19:55
Hæ nafna,mínar ynnilegustu óskir um góðan bata til Ragnars litla,og hamingju óskir til þín með þennan glæsilega árangur.Guð veri með ykkur ,kveðja nafna þín og fyrverandi sambýlingur úr Stallatúni.
Margrét H Marvinsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 22:41
Bestu kveðjur til ykkar frá mér. Hugsa til ykkar og ég er ein af þessum hundrað Magga mín, ég kíki á hverjum degi þó svo að ég kvitti ekki alltaf fyrir. Geri það í þetta skiptið.
Kær kveðja, Bogga
Borghildur Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 23:14
Hlýjar kveðjur frá Danmörku
Jac
Jac Norðquist, 24.6.2008 kl. 12:38
Hæ elskan mín, bara láta vita ég kíki reglulega hérna inn þó ég kvitti ekki alltaf missti af viðtalinu við þig í DV þarf að grafa það upp, en ég dáist að þér og syni þínum og hugsa mikið til ykkar, vona allt fari að ganga með hann.
Sendi knús og klemm
Jokka
Jokka (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 22:16
Kíki alltaf reglulega Flott grein í DV og frábært að þið skulið hafa fengið svona góð viðbrögð. Vonandi kemstu út í skólann, þú átt það svo sannarlega skilið
Þórunn Birna (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.