Sunnudagur, 16. apríl 2006
Gleðilega páska...
ég vaknaði í morgunn við litla hönd sem strauk mér um hárið... ég hélt mig væri að dreyma því þessi tilfing um snertingu er sjaldgæf í mínu lífi... en svo kom það... "mamma, mamma.... ég held að jólin séu kominn og ég á mörg páska egg full af nammi.... má ég fá?" nei elskan jólin eru ekki kominn en það er páskadagur... "fæ ég þá ekki súkkulaði??" Mér er hugsað til þess að mér finnst við í samfélaginu hafa gleymt í mörgum tilfellum tilgandi þessa hátíða... nota bene ég hefði þessa tilfingu líka um jólin. Hvað mér finnst lífið okkar allt farið að snúast um of mikið af veraldlegum hlutum ... mér finnst við gleyma svo miklu...við gleymum að gleðjast yfir krafteverkum hversdagsinns, við gleymum að borsa og vera vingjarnleg við fólk sem við mætum á hverjum degi, við gleymum að njóta stundanna með börnunum okkar, við gleymum og sinna sálinni okkar, (hvernig sem við kjósum að gera það). Ég legg til að við leggjum frá okkur kapphlaupsskóna í dag á þessum hátíðis degi og brosum til allra sem koma til með að verða á vegi okkar, tökum aukalega utanum okkar nánustu og gefum að okkur sjálfum ekki veskinu okkar. Sýnum tillitsemi ég nærveru sálar og njótum þess ...
Guð geymi ykkur öll...
Guð geymi ykkur öll...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.