Von sunnudagsinns í dag....

Ég sit hér núna ein í kotinu, allir gluggar og dyr opnar (nema framm á gang)... hingað inn berst fuglasöngur og flugusuð... ekkert annað... Ég fékk kærkomna sendingu í morgun ... með flugi að sunnan kom hún Elín Fríða elskulega frænkan mín... við höfum greinilega ekki farið það illa með hana í þarsíðustu viku að hún vildi koma aftur til okkar mæðginanna... Það er langt síðann að ég hef verið hér heima ein á miðjum degi og ekkert bíður mín ( fyrr en seinna ) en þessi andartök eru ekki háð neinum eða neinu... það er skrítin tilfinnig, ég þarf að læra þetta aftur... Það er svo mikill friður hér núna bæði í hjartanu og í lífinu... Ég finn að holskeyfla síðustu vikna er að fjara út og það er góð tilfinning, mér líður ekki vel að vera þetta mikið í sviðsljósinu eða áberandi. Ég vona samt að mér hafi tekist að veita einhverjum von eða bjartari sýn á tilveruna því það var eina markmiðið með DV greinninni... Ég hef nú aðalega fengið góð viðbrög við henni en ég veit um einn aðila sem er mjög ósáttur við mig en það er ekki útaf greininni heldur í hvaða miðli hún byrtist... en svona er nú lífið við tökum ýmsar ákvarðanir sem við verðum bara að standa með og njóta afrakstursinns sem kemur hvort sem það er gleði, sorg, lærdómur eða þroski... Þessi skrif hafa verið mér góður spegill og get ég hort á sjálfan mig frá annari hlið... sem er öllum holt að gera inná milli... endurskoða allt í lífi sínu, eitt skref í einu...

hendur_ljosinns_575763.jpg

Ragnar var nátturulega mjög glaður að fá frænku sína aftur... og fóru þau strax að leika sér, hér fyrir utan eru komnir endalausar krítarteikningar sem er svo yndislega fallegt... Annas er lítið nýtt að frétta af GULL-molanum mínum, reyndar eru komnir einhverjir taugakippir í hægri síðu andlits hans sem við eigum eftir að láta skoða betur ( þetta byrjaði í gærkvöldi) ... en ég veit að andlitstaugin er í hættu því hún liggur inní þetta svæði sem sýkingin er í, það er bara óskandi að hún lagist eða allavega jafni sig. 

Með  vonina að vopni óska ég ykkur byrtu og friðar...

 

P.s.  Hér inn koma um hundrað manns á dag og miðað við síðustu tölur þá eru flettingarnar mun fleiri ... mér þætti gaman að fá smá vitneskju um hverjir það eru sem líta hér við ... nóg að setja nafnið sitt í gestabókina eða í athugasemdir... eða bara kvitt... þið þurfið ekki að hafa skoðanir á blogginu frekar en þið kjósið svo ... en mér þætti gaman að sjá hverjir hingað koma... takk kærlega anans fyrir innlitið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

#kvitttikviittttt# Ég skoða síðuna reglulega.... Gangi ykkur vel

KV Sif

Sif (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 13:43

2 identicon

Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 13:44

3 Smámynd: Birgitta

Kvitt og gangi ykkur vel

Birgitta, 22.6.2008 kl. 14:56

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Og ég kíki alltaf á þig elskuleg......

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 22.6.2008 kl. 18:51

5 identicon

Baráttukveðjur til ykkar,  frétti af ykkur í gegnum Siggu Lilju í Grundarfirði).

 Kveðja, Inga Rut

Inga Rut (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 20:05

6 identicon

Vildi bara kvitta fyrir innlitið. Sá og las greinina í DV og brá heldur betur að sjá þetta. Langar bara að óska ykkur góðs gengis í áframhaldandi baráttu og ég er með hugann hjá ykkur. Bestu kveðjur frá Dalvík, Maja (sem vann á Naustatjörn einu sinni)

Maja (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 23:33

7 identicon

Hæ Magga.

Kíki hér mjög reglulega en kvitta aldrei!  Læt verða af því núna.  Gangi þér og snúðnum sem allra best miðað við allt og allt.

Kveðja úr Skagafirðinum.

Steinunn Rósa (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 10:36

8 identicon

...og ég er hérna líka, alltaf að lesa og þú veist...þú ert engri lík   Knús á snúðinn og þig...hafið það gott

Guðrún (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 12:32

9 identicon

Hæ hæ,

Bara að kvitta fyrir mig. Gangi þér og gullmolanum allt í haginn í framtíðinni. Þú stendur þig eins og hetja. 

Baráttukveðjur 

Dísa (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 23:50

10 identicon

Sæl Magga ég kíki oft hér inn til að fylgjast með ykkur mæðginum, og kvitta hér með gangi ykkur allt í haginn.

kveðja Bergdís

Bergdís (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 01:21

11 identicon

Ég er númer 77 af þessum hundrað

takk fyrir samveruna um daginn, maturinn var æði, er að fara að prófa kjúllan um helgina.

Knús og kossar

KHB

Kristjana Hrund (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband