Föstudagur, 20. júní 2008
Þá er líf okkar opinbert... meira opinbert...
Góðann daginn kæru lesendur..
Þá er líf okkar mæðgina orðið opinberara en bara hér inni ... Í dag byrtist viðtal við mig í Helgarblaði DV fyrir utan vitalið er foríðumyndin víst af mér líka... ég er nú ekki mikið fyrir að vera sýnileg þessvegna var það ervitt að fara í NETTÓ áðann og versla því að þegar maður stendur og bíður við kassan horfir maður á skálfann sig ... hehehhee... furðuleg tilfinning... Ég vil nú þakka blaðamönnum DV að vera ekki að gera rosalega dramantík úr þessum málum... þótt mér finnist forsagnir þeirra alltaf vera voða stórar og áberandi... en þannig er það víst... Einnnig er víst grein um verðlaunin og mig í Viðskiptablaðinu líka í dag en það er ekki í lausasölu hér fyrir norðann þannig ég fæ það í pósti...
Þetta er allt voðalega skrítið fyrir mig því ég hef alltaf verið í rólegheitunum hér í litlu íbúðinni okkar á 3 hæð lengst nyrst á norðurhjara veraldar og verið bara hamingju söm með mitt og mína... Mér finnst ég ekkert merkilegri en nágrannar mínir og viljað bara lifa þannig lífi að ég geri alltaf mitt besta... en núna er mitt besta orðið frétnæmt... heheheee... já... kannski er það það en ég ætla samt bara að halda áfram að vera einstæða móðirin í blokkaríbúðinni minni með yndislega barnið mitt og njóta hverrar mínútu sem lífið býður okkur uppá... Mér finnst þetta allt miklu frekar benda til þess að ef maður er samkvæmur sjálfum sér gagnvart sér og öðurm, vinni við það sem gleður mann þá eru manni allir vegir færir hvort sem það er á Íslandi eða í öllum heiminum... Þetta geta allir að mínu mati... ef maður bara hefur rétta hugarfarið...
Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna...
Kærar þekkir fyrir allan stuðninginn og tilvist ykkar lesenda ... það er frábært að geta skrifað hér inn og finna þá fallegu straum sem hér koma inn... TAKK...
Athugasemdir
Magga mín ég er stolt af því að þekkja þig
Guðrún (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 23:39
Takk kærlega báðr fyrir að kvitta fyrir komuna hér... inná þetta blogg koma um hundrað manns á dag og ég veit ekkert hverjir það eru... en svona er lífið...
Knús til ykkar beggja...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 21.6.2008 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.