Hugleiðingar á Þjóðhátíðardeginum...

Góðann daginn kæra fólk og gleðilega hátíð...

Það eru margir dagar síðan að ég hef setið hér við tölvuna og ekki vitað hvað ég ætti af mér að gera... það skal viðurkennast að síðustu dagar hafa tekið á... Maður finnur það berlega þegar róast þá læðist þreytan að manni... Dagurinn í dag hefur farið í það að gera lítið sem ekkert, reyndar gerðum við heiðarlega tilraun til að fara á meðal fólks niður í miðbæ í dag en Ragnar þolir svo illa hávaða ( hann er jú ekki með hljóhimnu þannig að öll hljóð bergmála í höfuðkúpunni hans) þannig að við fengum hvorki blöðru né candyfoos í dag... en enduðum hér heima eftir lyfjagöf með einn lítinn kubbakassa í sárabætur... Ég er búin að liggja soldið fyrir því að ég er farinn að finna til í bakinu aftur en það er líka huta til útaf spennunni síðustu daga... það er svo gott að geta gefið sér tíma til að liggja útaf of hugleiða... um lífið og tilveruna eins og hún lítur út núna...

Ég reyndar kláraði að tölvuvinna stjörnu sem ég er að fara að láta gera prufu af ... þetta er frammhald af lokaverkefninu mínu... stjarnan á að vera annarsvegar 10x10 og svo 25x25 skorin út í þunnt sandblásið plexý og bustaða stál... þetta vona ég að verði flott svo ég geti látið framleiða þær og selja... Ég ætla að fara með þetta til frameliðandans á morgun og fá prufu.. voða spennandi... Það er alltaf gaman að sjá verkin sín verða að hlutum sem geta glatt aðra... er það ekki hluti af lífinu að gleðja fólk... ég allavega hef gaman að því að geta vakið hughrif hjá fólki og jafnvel einhverjar minningar...

Það er annas ekki neitt nýtt að frétta af Ragnari annað en að það á að taka saumana úr skurðinum á morgun þá eru um 2 vikur frá síðasta stóra uppskurði... mér finnst reyndar þetta líta mun betur út utanfrá heldur en síðast... eyrað var allt miklu minna marið og bólgið núna en síðast.. það lekur nær ekkert útúr eyranu núna en síðast lak endalaust út... Hann er auðvitað eiturhress miðaða við allt, er aðalega órólegur núna því að við fengum yndislega heimsókn í síðustu viku og núna er hann einmanna og leiður... þá verða hlutirnir nátturulega alltaf mömmu að kenna, elsku vinurinn hann er auðvitað orðin vel þreyttur á stöðunni... enda ekki fyrir hvern sem er að vera inni meirihlutan af þessum fallegu dögum sem hafa verið hér fyrir norðann... Við vonum bara að þessi hluti fari að taka enda svo að það sé hægt að fara að halda áfram en við höfum ekki fengið neitt að vita frá læknunum ennþá ... málið er þannig að þegar það kemur neikvæð ræktun út þá eru 6-8 vikur eftir á lyfjum í æð... en það hafa ekki verið teknara neinar ræktanir núna.. Svo er það næsta skref sem verðua allskonar tékk og lyf í töfluformi líklega í eitt ári í viðbót ef ekki lengur... þannnig að það er alveg eins gott að átta sig á því að þetta er hvergi nærri búið... en samt er hann HETJAn mín í alla staði sem er enn að kenna mér yndislega hluti í lífinu... og ég er svo þakklát fyrir þann lærdóm sem bæði ég er að fá og hann... :o)

Guð geymi ykkur öll og eigið góðan seinni part þjóðhátíðardagsinns... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband