Sunnudagur, 8. júní 2008
Fæ ég Evrópumeistaratitil í Afmælisgjöf???
Góðann daginn mínir kæru vinir...
Já fyrir nokkrum tímum voru 34 ár síðan ég kom í heiminn... Afmælisdagar eru alltaf skemmtilegir á sinn hátt þótt ég sé nú ekki að gera mikið úr honum í dag ... en mér finnst maður eigi að njóta dagsinns hver sem talan er... þetta er dagur hvers og eins... Svo er það mest spennandi núna er hvort ég verði valin Studend of the year í Evrópukeppni Grafískra hönnuða sem fer fram núna um helgina og mér skilst að verkið mitt fara fyrir dómnefnd í dag... hehehehe... spennandi..Þetta er sjáfstætt framhald af viðurkenningunni sem ég fékk hér heima í vetur, nafn mitt er allavega komið til Berlínar og er skráð sem eitt af þeim bestu árið 2008... annan eins heiður hef ég ekki upplifað áður... þannig auðvitað brosi ég hringinn...
Dagarnir hjá okkur mæðginunum hafa verið rólegir síðan við komum heima... Vöknum um 9 á morgnanna þegar lyfjgjöfin hjá Ragnari líkur... förum þá af spítalanum og nýtum tíman eins og við getum til hádegis þegar við förum aftur á spítalan í hádegislyfjagjöfinar sem líkur um 3 þá eigum við smá tíma framm að kvöldmat áður en við förum aftur uppá spítala fyrir kvöld gjöfina og svefninn ... því að ragnar fær svo aftur lyf um 5 á nóttunni þannig að við sofum á barnadeildinni allar nætur... Þetta er módel dagana okkar... Ég reyni að vera kreatív allar þær sundir sem ég get og er ég komin núna með fartölvu uppá spítala með öllum forritum og netinu þannig að ég get unnið í henni... sem er mikill munur.
Jæja ég ætla að fara í bað og snúat pínu í kringum sjálfan mig því ég er að fara í bíó í kvöld ítilefni dagsinns... hehehhee... smá stelpu kvöld...
Guð geymi ykkur öll...
Athugasemdir
Til hamingju með daginn vina ! Til lukku með árangurinn í Berlín.
Kveðja
Jac
Jac Norðquist, 8.6.2008 kl. 15:39
innilega til hamingju með daginn skvís.... og vonandi færðu Bestu dómana í Berlín....
hafðu það gott í dag og ég held áfram að lesa um dugnað þinn og jákvæðni.... elska að lesa hvað þú ert stabíl og hvernig þú ert að vinna þig í gegnum þetta erfiða verkefni þitt.... (ykkar)..
eins og ég sagði hafðu það súper úber dúper gott í kvöld..... LOVE
Þórunn Eva , 8.6.2008 kl. 16:32
Til hamingju með daginn.
Armann (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 16:33
Til hamingju með daginn stelpskott
Auðvitað slærðu ígegn í Berlín!
Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 17:09
Til hamingju með daginn og árangurinn
Þórunn Birna (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 21:08
Til hamingju með daginn
Sturla Snorrason, 8.6.2008 kl. 23:35
Til hamingju með daginn Magga mín...hef staðið í allskonar brasi, veikindum og fleira er ekki komin með stofu ennþá enn það skýrist eftir einhverja daga...heyri í þér fljótlega.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.6.2008 kl. 01:05
Til hamingju með daginn í gær og glæsilegan árangur
Elísabet Sigmarsdóttir, 9.6.2008 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.