Föstudagur, 6. júní 2008
Máttur fyrirgefningarinnar...
Góða kvöldið...
í kvöld er mér mjög hugleikið hvað fyrirgefningin er mikið og sterkt afl... Það er geta fyrirgefið sjálfum sér og öðrum og ekki má gleyma að byðjast fyrirgefningar... Það að eiga í útistöðum við fólk, vera reið eða sár er nokkurð sem mér finnst mjög ervitt og eyðileggjandi fyrir líðan mína og kýs ég síður að eiða minni orku í það. Þannig að ég reyni allt sem í mínu valdi er til að koma í veg fyrir það eða reyni að klára öll mál með liktum sem eru góðar... Það er ekki alltaf hægt... þótt maður velji þessa leið í lífinu þá þýðir það ekki að maður hafi ekki skoðanir, líðan, tilfingar eða viss mörk sem maður lætur eingann fara yfir... Maður má hafa tilgang í því að vera ekki ósáttur við fólk... ekki dvelja í fortíðinni og vera endalaust að núa manni um nasir fortíðinni þá þíðir það ekki að maður getur ekki haft skoðanir og staðið á þeim... Við höfum ekki rétt á því að særa eða meiða viljandi aðrar manneskjur... eini aðilinn sem við getum borið fulla ábyrð á er maður sjálfur og þá er mikilvægr að kunna að nota fyrirgenfinguna þegar á við... bæði fyrir aðra og sjálfan sig.
Það er geta létt á erviðum tilfinigum er meiri léttir en margt annað... það er að vera sá sem byðst fyrirgefningar er máttur sem hverjum manni er gefið en fáir nýta sér í lífinu... því miður heimurinn væri mun betri ef fólk myndi tileinka sér að nota þetta... Hugsaðu þér ef þú gætir fundið þann frið sem myndi hljótast í hjarta þínu ef þú gætir beðið gamalan vin, sem þú hefur ekki talað við í mörg ár út af deilu, fyrirgefningar...
Sjálf veit ég hvernig tilfing þetta er ... ég ber þá tilfingu í hjarta að ég er ekki ósátt við neinn sem ég þekki... það er léttir... einginn smá léttir... ég er búinn að byðja alla fyrirgefningar sem mér finnst ég þurfa að gera það... ég er búinn að fyrirgefa sjálfri mér allt sem mér finnst ég þurfa að gera... og ég er búinn að fyrirgefa öllum sem hafa leitað eftir því hjá mér...
Það er ekkert núna sem mér finnst ég eigi ósagt við nokkurn mann... ég trúi því, því ég veit ekki betur þessa stundina, að allir sem eru í kringum mig, vinir, kunningjar og ættingjar vita nákvæmlega hvar þeir hafa mig... Mér líður eins og ég geti horft framá við og túað því að það kemur ekkert í bakið á mér... því líkur léttir... Hefur þú upplifað svona tilfingu??? Prófaðuð það... þú ert eini aðilinn sem getur skapað þér þessa tilfingu...
það er ekkert nýtt frá Ragnari því vil ég óska ykkur góðrar nóttar og óskar um að Guð vernig ykkur...
Athugasemdir
langaði bara að segja þér að þið eruð algjörar HETJUR... LOVE og þúsund kossar á ykkur...
Þórunn Eva , 7.6.2008 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.