Fimmtudagur, 5. júní 2008
Með þakkir í huga...
já í dag er ég með þakkir í huga... þakkir til allra sem hafa stutt okkur og verið til staðar fyrir okkur í þessari baráttu okkar síðustu mánuði.. Það er ervitt að þyggja hjálp ef maður er manneskja eins og ég en mér finnst sjálfsagt að þakka fyrir sig og minnast á þá hjálp sem maður fær... Lisrtinn er langur og það er líklegt að ég muni ekki eftir öllum núna en það er ekkert persónulegt bara minnisleysi í mér...
Móðir mín hún Hólmfríður Guðmundsdóttir er erfst á lista þeirra sem á að þakka og kem ég alldrei til með að geta endurgoldið hann og Hallgrími sambýlismanni hennar þá greiða og aðstoð sem þau bæði hafa veitt mér í því að vera mér innan handa. Svo eru það vinkonur og vinir mínir... Þráinn, Laufey, Lína,Inga Svilkona, Jenný, Dóra, Guðrún, Óttar bróðir og Hlín mákona, María Jesp, Hanna Karls, Ármann, Sigþór og Matti (þeir þrír eru í bænahringnum mínum)... svo má alls ekki gleyma Hadda, Hrönn og Isabellu sem voru svo yndisleg að lána mér nýja flott bílinn sinn á meðann við vorum fyrir sunnan núna, þið eruð nátturulega perlur.
Svo má ekki gleyma öllum hjúkkunum, læknunum og sérfræðingunum sem eru á fullu að vinna vinnuna sína til að þetta takai nú einhverntíma endir... EInnig eru það svo þið lesendur og bloggvinr mínir sem eruð óendalega dugleg að kommentera og senda manni styrk í orðum sem er ómetanlegur...
það er alveg ljóst að lífið væri miklu snauðara og líklega ekki hægt að lifa því, ef þið öll væruð ekki til staðar í mínu lífi. Þakkir, knús, kossar, heiður , ljós og hlíju fyrir alls... því okkar mál hér er augljóst dæmi um hvað margt lítið gerir eitt stórt...
TAKK allt mitt kæra fólk...
Guð geymi ykkur alla lífstíð...
Athugasemdir
og blogg knús
Sturla Snorrason, 5.6.2008 kl. 23:55
Þakka þér ! Það að lesa svona innilegt blogg, beint frá hjartanu, gefur manni oft svo ótrúlega mikið Margrét. Það að sjá/fylgjast með móður fást við erfið veikindi barnsins síns... fyllir mann auðmýkt gangvart lífinu. Ég verð að segja að ég á stundum erfitt með að lesa bloggið þitt því að ég á aðeins of auðvelt með að setja mig í þín spor.... og þau eru ekki auðfarin, sporin þín. Megir þú finna styrk í trú þinni Margrét og óska ég þér og litla gullmolanum þínum gæfu og góðs gengirs um aldur og æfi.
Fátækleg orð en meint frá hjartarótum
Jac Norðquist
Blogg-vinur
Jac Norðquist, 6.6.2008 kl. 11:32
Ekkert að þakka mín kæra, ekkert að þakka Mátt vita það að þú getur leitað til mín anytime með hvað sem er...þannig er það bara
Góða helgi til ykkar...knús og meira knús...
Guðrún (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.