Miðvikudagur, 4. júní 2008
Dagar sem verða manni minnstæðir að eilífu...
Góðan daginn kær fólk...
Núna erum við mæðginin komin heim eftir ferð okkar til Rvk. á sjúkrahúsið þar. Ragnar er eitur hress og það lítur alls ekki út fyrir það að hann hafi fyrir einum og hálfum degi farið í stórann uppskurð með miklu inngripi í höfuðið. Sá hæfileiki barna að njóta tilverðunar eins og hún er þá stund sem líður er ótrúlegur. Allavega er Ragnar þannig og ég held að það sé líka útaf því að það er passað uppá það að hans umhverfi er eins frískt og hægt er ... hann fær alla þá ást og umhyggju sem til er, hann fær alla þá athygli og skilning sem við getum veitt og það er talað við hann... það er útskýrt og rætt þannig að hann er ekki hræddur eða smeikur... þetta allt gerir það að verkum að hann er rólegur, glaður, í góðu jafnvægi, sönglandi, stríðinn, brosandi og bara eins og barn á 7 ári á að vera... þrátt fyrir 21 viku inná sjúkrahúsi, 11 aðgerðir, yfir 1500 tíma tengda við lyfjadælu, lítil tengsl við jafnaldra í 5 mánuði og skerðingu á leik og starfi... Ég get ekki lýst því hvað hann er manni mikil fyrirmynd og hvað maður ætti að leggja sig fram við að njóta lífsinns eins og hann.
Með þetta í huga settist ég niður við tölvuna og hugsaði með mér áðann hvernig verður þetta?? hvað á ég að fara að gera með líf mitt?? ekki bara núna þessa stundina bara almennt...Ég er búinn með námið, ég er með tekjur til áramóta, ég hef allan tímann í heiminum þótt ég sé föst á vissum stöðum... hvernig kemst ég að því hvað er næst hjá mér /okkur...??? Þetta eru stórar spurningar en þær trufla mig ekki , ég er ekki órólega eða neitt þannig... ég bara í róleg heitunum hugsaði með mér að núna væri tíminn til að hugleiða þetta ... ég fór bloggvina rúnt og rakst á þessa færslu hjá einum af bloggvinum mínum... ég horfði á myndina ( The Moses code) og fann fyrir því að hann Hermann Ingi hafði gefið mér gjöf til að fá svör við þessum spurningum mínum... Þakka þér Hermann fyrir það...
Þannig að núna er málið að næra sjálfann sig, með því að stilla hugann inná hvað það er sem ég vil gera til að bæta heiminn og líf okkar... Það eru óteljandi möguleikar og hafa nú þegar í þessari ferð okkar suður komið nokkrar hugmyndir sem eru þess virði að skoða...
Með gleði í hjarta og fallegar hugsanir til ykkar sem lesið þessa síðu við ég þakka allan þann stuðing í kommentum og hugsun sem þið sendið okkur á hverjum degi... það er ómetanlegur stuðningur og trúið mér hann skiptir miklu máli... til ykkar sendi ég ljós og þakkir sem alldrey fyrr...
Guð geymi ykkur...
Athugasemdir
Síðast í gær var ég að hugsa til ykkar og vona að allt gengi vel. Það sé ég og er gríðarlega ánægð með það.
Bestu kveðjur áfram veginn og knús á ykkur yndislegu mæðgin
Ragnheiður , 4.6.2008 kl. 18:58
Sæl Magga okkar.
Það var gaman að sjá ykkur (þó að ég hefði viljað sjá ykkur undir öðrum kringumstæðum) við hlokkum til að sjá ykkur um helgina.
Sendum þér og Ragnari stórt knús frá okkur og viltu skila til hans að við erum stollt af honum og gaman var að sjá hvað hann var í banastuði að horfa á pokeman (hvernig sem að það er skrifað) og sendum þér allan þann stuðning og oll okkar knús, einnig viljum við benda þér á að við eigum 4 axlir til að halla á og 4 eyru til að hlusta á hvenær sem er.
koss og knúsar
Haddi og Hrönnsla (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 23:08
Magga mín snillingur! Ég er mikið glöð í hjartanu mínu yfir að allt gekk svona vel í borginni og að Ragnar er svona hress og kátur með lífið og tilveruna
Knús og ljós til ykkar duglegu...
Guðrún (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.