Þriðjudagur, 3. júní 2008
Reykjavík...
Sælt veri fólkið...
'Eg ákvað að setja hér inn eina smá færslu. Uppskurðurinn hjá Ragnari gekk ágætlega á sinn hátt... þeir hreinsuðu út og skröpuðu og allt það gekk vel en læknirinn var ósáttur eftir þetta því að honum fannst svæðið líta verr út núna en í síðasta uppskurði. Það var allt miklu bógnara og hellings drulla þarna ... þannig að ... já við eigum helling eftir enn... við erum í sömu sporum í dag og rétt fyrir páska... en ég held í vonina um að þetta sé gott til að ná bata fyrr og að þetta hafi hjálpað helling.
Ragnar er sprækur og samur við sig... stjórnar öllu og öllum með harðri hendi í kringum sig... þannig að það er ekki að sjá á honum að neitt hafi breist... Læknarnir bjuggu þannig um þetta allt hjá honum að við megum koma mun fyrr heim en síðast ... og við komum á morgun um hádegisbil.
UUUmmmmm... það verður yndislegt að komast heim þótt þessi ferð núna er barnaleikur miðað við þá síðustu... hehehee.. maður getur líka sjóast í því að eiga heima á spítala... hehehehehee... þótt maður kjósi það síður... ég kem til með að segja ykkur meira fá þessu öllu þegar ég kem heim....
Knús og kossar...
Athugasemdir
Knús til ykkar.
Jac
Jac Norðquist, 3.6.2008 kl. 18:47
Úr því að þið eru búin að fá knús frá Danska landinu, fáið þið knús frá Svíaríki.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.6.2008 kl. 19:09
Ég sendi ykkur hér al-íslenskt knús
Ég vona að þið hafið það sæmilegt og ef heimferð seinkar, endilega láttu mig vita og ég reyni að kíkja á ykkur...
Knús og kossar!!!
Sigga Rósa (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 01:24
Þetta er bara alþjóðlegt samfélag hér... hehehe.. Sigga þú gætir gefið mér knús með þýskum keim... sjálf er ég Dani... sem bý á Íslandi... og sænsk knús eru ekki af verri endanum... ég fékk eitt Grænlenskt um daginn og svo er það nátturulega Akureyrsku knúsin ... það er þjóðflokkur útaf fyrir sig... hehehheeee... Vá hvað ég bulla... klukkan er að verða 2 um nótt og ég hér inni að kommentera... já ég get ekki sofnað... en það er stundum þannig... Knús og klemm
Margrét Ingibjörg Lindquist, 4.6.2008 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.