Fimmtudagur, 29. maí 2008
Fréttir þessa daga...
Sælt veri fólkið...
Héðan er það að frétta að við erum kominn með tímasetningu á uppskurð og verður það þannig að við förum suður á sunnudaginn 1.júní og uppskurðurinn verður framkvæmdur í Fossvoginm á Mánudagsmorguninn 2.júní. Þetta er eins uppskurður og hann fór í hér rétt fyrir páska. Þetta voru líka með þeim erviðustu dögum sem ég hef upplifað bæði þarna fyrir sunnan og vikurnar á eftir... en maður lærir á reynslunni og núna verður þessu hagað öðruvísi og fyrir það þá hvíður mig ekki fyrir þessu, bara sátt og trúi því að þetta komi til með að hjálpa syninum í sinni baráttu.
Ragnari hlakkar mikið til að fara suður því þar er leikstofa og fleiri krakkar ... einnig var hann mjög spenntur að hringja í föðurinn og segja honum frá komu sinni en viti menn maðurinn svarið barninu ekki sama í hvaða númer hann hringdi ( það voru vonbrygði eins og oft áður, en við skulum ekki tíunda það hér því þetta er það eina sem barnið þekkir). Kútur náði nú samt í föur-ömmu sína en fannst líka leiðinlegt að heyra að hún verðru í útlöndum í vinnuferð á meðann við erum fyrir sunnan... þannig að það tók við hjá mér að hugga og útskýra og reyna að fá snúðinn til að skilja málið sem hann skilur lítið í. En eins og ég sagði hér í þarsíðustu færslu þá er bara tímapungtur í lífi hans núna sem veldur því að það verða breiting á eftir þetta allt og hann er að þroskast svo mikið og farinn að fá upplýsingar sem hann hefur ekki fengið áður, þannig að hann skilur hlutina betur... En þrátt fyrir þetta þá erum við hér búinn að skipuleggja þessa ferð og okkur er farið að hlakka til og erum bara bjartsýn...
Það er verið að reyna á full núna að finna góðann mann/strák í það að verða liðveisla hjá okkur og fékkst það í gegn á þeim forsendum að barnið er farið að sýna mikil einkenni félaslegrar einangrunar og skort á karllegri fyrimynd... Félagsmáladeildin er núna á fulla að vinna að því að finna góðann aðila í verkefnið sem verður frábært fyrir hann... og ég hlakka mikið til að sjá hvernig það fer allt.
Ég er að þessa dagana að setja vegina mína upp í fyrirtæki sem heitir Marína og er hér niðri á eyri, þar fá þeir að njóta sína og verða fyrir augum allra í staðinn fyrir að rykfalla í geymslunni minni.
Jæja kæra fólk... ég bið Guð um að vernda ykkur....
Kær kveðja..
Athugasemdir
Þetta hljómar frekar sorglegt allt saman.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.5.2008 kl. 09:06
Gangi ykkur sem allra allra best. Mér líst vel á liðveisludæmið, mjög vel. Held að þú/þið eigið eftir að vera ánægð með það.
Bestustu kveðjur
Jac
Jac Norðquist, 29.5.2008 kl. 11:39
Æj...bara
Guðrún (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 13:52
...WHAT!! Eitthvað var þetta nú furðulegt, tölvan mín með sjálfstæðisverki í dag og gerir bara eitthvað!
Best að klára þá kommenti sem ég byrjaði á Ég ætlaði nú bara að senda ykkur knús og hlýjar hugsanir...
Hafið það gott duglegu!
Guðrún (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 13:54
Langaði bara að senda þér ofurknús.... LOVE á þig og vonandi blessast þetta allt saman.... takk fyrir kvittið hjá mér og endilega verum í bandi... það er svo gott að fá stuðning þó svo að við séum ekki beint að ganga í gegnu það sama.. knús knús knús
Þórunn Eva , 29.5.2008 kl. 17:02
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.5.2008 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.