Fimmtudagur, 15. maí 2008
flottasti strákur í heimi... og ég á hann...
Hér er mynd sem Helgi Vilberg skólastjóri tók af Ragnari á sýninguninni um helgina... Ragnar ver ekkert smá stoltur af mömmu sinni ... eins og mamma er af honum...
Læknarnir eru núna að ráða ráðum sínum og verður líklega farið í annan stórann uppskurð þar sem á að hreinsa út aftur. Svo kom uppúr kafinu eftir blóðrannsókn núna að hann er með skaddað ónæmiskerfi sem er talið að hafi verið meðfætt og á að gefa honum í næstu viku einhverja sérstakt blóðprótein (skildist mér) sem gæti hjálpa þessu öllu en ef ekki þá skaðar það ekki heldur. Nýjustu spár eru þær að allt sumarið fari í það að vara á sjúkrahúsi... allavega eru læknarnir ekki bjartsýnir á að þetta verði búið fyrr en í fyrstalagi í byrjun ágúst....
Jæja nóg í bili...
Athugasemdir
Hann er myndalegur pilturinn...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.5.2008 kl. 17:46
Elsku Magga mín...
Vona að dagurinn og kvöldið hafi verið yndislegt, mér finnst mjög leiðinlegt að geta ekki verið með þér við þetta stóra og merkilega tækifæri. Farðu vel með þig, dúllan mín.
p.s. flott mynd af Ragnari við lokaverkið þitt:)
Jenný (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.