Sunnudagur, 11. maí 2008
Lokaverkefnið mitt...
Já ég veit að það eru margir sem eru farinir að bíða eftir þessari færslu...Það skal viðurkennast aðmyndinrar sýna ekki alla upplifunina af þeim en auðvitað gefa þær einhverja hugmynd...
Hér er stjarna sem er 2 metrar í þvermál... skrúfuð uppá vegg 3 cm. frá veggnum og lökkuð.
Hér er annar plexýglerveggurinn ... hér er búið að fræas úr 8 stjörnur sem hver er um 60cm í þvermál hver. Hún er sett upp 6cm frá veggnum og lýsingu beint að honum til að fá skuggaspil á vegginn...
Hér sjáið þið eins af þessum 8 í nálægð og skuggana sem koma á veggina með lýsingunni.
Hér er veggur nr. 2 sem er settur upp sem mögulegur milliveggur á rýmum
Hér er nær mynd af hinum veggnum mínum sem er með 2 stórar stjörnur, í þessum vegg er leind lýsingi sem plexýglerið leiðir og þá ljómar útskurðurinn á þennan hátt.. hver stjarna í þessum vegg er 1meter að þvermáli. Hver veggur er 2,4 metrar á hæð og 1,4 á breidd...
Ég gerði líka bækling og nafnspjald í sama stíl útskorið og með skuggaspili og öllu
Heimsaíðan er líka hluti af verkinu eins og þið hafið séð þá er stíllinn á hanni í sömu sveiflu og hitt allt.
Ég vona að þið sem hafði ekki séð ykkur fært á því að koma getið notið smá af því hér inni.
Athugasemdir
Magga!!!!!!!!!! BRAVÓÓÓ!!!!!! þú ert snillingur!!
Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 23:55
Takk minn kæri... ég lofa að sýna þér þetta í persónu þegar þú kemur heim...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 12.5.2008 kl. 00:02
Bara gaman að skoða þetta aftur enda ótrúlega flott allt saman
Annars bara knús á ykkur mæðgin...
Já og eitt lag...með MUSE...eitt af mínum uppáhalds...njóttu (gott að hlusta á þetta rosa hátt)
http://youtube.com/watch?v=XYJEKh9OqEY
Guðrún (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 09:44
GEGGJAÐ... TIL HAMINGJU... Vildi að ég hefði getað komið og séð þetta hjá þér, verð að láta myndirnar duga
Kristjana Hrund (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 13:10
Til hamingju Margrét ! Þar sem ég var ekki komin norður fyrir kl. 18 í gær, missti ég af sýningunni :-( Varð því að kíkja inn á bloggið þitt nú í morgun og sjá verkið þitt, til hamingju þetta er svakalega flott !!! Óska ykkur mæðginum áframhaldandi velgengni í baráttunni !!
Kveðja Eyrún Björnsdóttir (Mývatni)
Eyrún Björnsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.