Sunnudagur, 11. maí 2008
Söknuður....
já ... ég sakna sonar míns... ég var að koma heim af árshátíð skólans (kl. er að verða 2). Ég sá þessa elsku svo lítið í dag og sef heima í nótt... og ég er farinn að sakna hanns svo mikið að það munaði eingu að ég færi uppá spítala og liti inn bara til að smella á hann einum kossi og strjúka hárið frá einninu... Ég veit að ég hljóma væmin en þótt ég viti að ég þarf líka að fara út á meðal fólks til að halda sönsum þá finnst mér svo mikið vanta hér heima á nóttunni ... ég er ekki með barnið mitt í herberginu við hliðinaf mér... og það er svo tóm tilfinning... Við erum orðin svo háð hvort öðru og veit ég það að þau tengsl sem hafa myndast á milli okkar síðustu mánuði eru mjög dýrmæt og verða órjúfanleg í framtíðinni... mikið vorkenni ég þeim sem hafa ekki upplifað svona tenginu við aðra manneskju hvort sem það er barn manns eða maki... Það er eins og líf mitt sé bara hálft á meðann hann er ekki í kringum min... allur glaumur og gleði, glis og gersemar hverfa og fuðra upp þegar maður á svona gullmola eins og hann Ragnar minn er ...
Þið eru líklega farinn að fá leið á því hvað ég dásama barnið mitt mikið hér ... en í raunninn má segja að hann sé það merkilegasta og auðvitað það dýrmætasta sem lífið hefur fært mér. Sá lærdómur sem tilvera hans hefur leitt mig í gegnum er ómetanlegur... bæði andlega og líkamlega... það er auljóst að hann ætlaði sér að koma í þetta líf til að kenna mömmu sinni helling og að læra helling sjájlfur ... Hugsið ykkur hvað hann á eftri að verða sterkur einstaklingur þegar hann nær bata... með allan þennan lærdóm í þolinmæði, jákvæðni, hlíju og því að eiga samskipti... það er ótrúlegt hvað 6 ára barn getur lært margt á svona breittum aðstæðum... í raunninn er lífið að kenna honum miklu meira en jafnaldrar hann eru að upplifa núna. En samt það fallegasta sem ég heyrði frá honum um daginn var... " mamma!! ég ætla að verða alveg eins og þú þegar ég verð stór því það er ekkert betra til í heiminu og geyminum en þú..." og þessu fylgdu yndislegt knús og hvolpa græn augu...
Nú ætla ég að fara að sofa svo ég geti átt stund með snúðnum mínumí fyrramálið áður en ég far að stand sýninguna á milli 2-6... já bee the wey... það voru frábæar mótökur sem ég fékk á sýningunni í dag... fólk almennd mjög heillað... það fer alveg að líða að því að ég ssetji myndir hér inn...
Guð geymi ykkur öll...
Athugasemdir
Frábært að þú fékkst góða gagnrýni,,,,,,,,,, átti reyndar ekki von á öðru!
Þetta með söknuðin,,,,,,,,,,,,,, ég veit uppá hár hvernig þér líður þetta er líðan sem ég er með hver einasta dag
Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 02:52
...hmmm...að elska börnin sín Þetta er svona "hartaðmitteralvegviðþaðaðspringaafvæntumþykju" tilfinning og rúmlega það ...það er samt eiginlega engin leið að lýsa þessari tilfinningu fyrir þeim sem ekki hefur upplifað hana Tilfinning sem er ofar öllu á skalanum!
En takk kærlega fyrir mig í gær, var einmitt alveg heilluð af verkinu þínu...þú getur sko verið virkilega stolt af sjálfri þér...svo leistu líka svo vel út...ljómaðir öll og það var svo bjart yfir þér............já og mig langar í svona eins og þær saumuðu handa þér í Saumakompunni!!!! ...ógisslega töff Mundu nú að vera í betri skóm í dag...og gangi þér vel í dag líka og á morgun auðvitað líka
Knúz og hlýjir straumar til ykkar
Guðrún (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 09:57
Alltaf skemmtilegt að fá góð gagnrýni - til hamingju.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.5.2008 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.