7 dagar í sýningu og ...

... ég er búinn að hengja upp lokaverkefnið mitt... ég á bara eftir að fæja og pússa... stilla lýsingu og laga til... Það er svo merkilegt með þetta allt að ég hef ekki fundið fyrir neinu stressi síðustu vikurnar útaf þessum áfanga... og allit í kringum mig voða spenntir og jafnvel stressaðir fyrir mig ... á meðann ég bara sigli í gegnum þetta með gleði í hjarta og ánægju... þetta tókst allt mjög vel og miðað við aðstæður hefði ég ekki geta gert hlutina betur  ( eða jú kannski... heheheheee... ég get alltaf betur)... Ég er búinn að heyra lýringarorð eins og geggjað, frábært, fallegt, yndislegt og annað eins um þessi verk mín... fyrir mér er þetta hluti af mun stærra verkefni sem ég kem til með að þróa með mér í framtíðin ... ég er nú þegar kominn með fleiri hugmyndir sem þetta verkefni hefur gefið mér og ég kem til með að framleiða strax í sumar... þannig að ég er rétt að byrja...

Undirbúningsvinnan við þetta hefur greinilega verið góð hjá mér því að þetta smell passaði allt á furðulegann hátt... það kom sjálfri mér á óvart hversu vel þetta allt gekk upp ... en svona hefur maður auðvitað náð að læra mikið og vel í þessu námi og líka hefur verkreynslan eitthvað að segja.  

Þannig að núna get ég bara dúllað mér við það sem eftir er og farið að gera mig fína fyrir sýninguna og útskrift... Maður á líklega eftir að fá spennufall en hver veit nema að ég sé bara orðin þetta sterk... tíminn einn leiðir það í ljós...

Annas eru líka góðar fréttir af Ragnari ... síðustu prufur sem voru teknar leiða það í ljós að gæludýrið okkar er í vissri rénun... (með fyrirvar reyndar... þetta voru bara grunn rannsóknir) þetta fæst staðfest í næstu viku... Sárin bak við eyrað er líka orðið sýnilega þurrara og farið að gróa betur en hefur verið sem er líka ábending um bata... Við fengum líka í dag loksinns herbergi með sér baði og ískáp ... það munar helling fyrir lísfsgæðin á spítala að vera með sitt privasí eins mikið og hægt er á svona stofnun... 

Þannig að núna erum við mæðginin bara með bros á vör og okkur er farið að hlakka til sumarsinns því vá hvað við ætlum að njóta þess saman og með okkar nánustu... því lífið er einskis virði nema að maður eigi góða að og fái að njóta þeirra án skilyrða... Við erum lítil fjölskylda en vá hvað við erum heppin að eiga hvert annað að ... Fyrst við getum staðaið saman í þessu sem undan er gengið þá getum við ALLT... og látum eingan taka frá okkur gleðina og hamingjuna yfir því að vera til...  

Guðð gefi ykkur þá hamingju og gleði sem okkur hefur hlotnast...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...auðvitað small þetta allt hjá þér, kom mér a.m.k ekki á óvart að þér skildi takast að tækla þetta verkefni...þessi snillingur sem þú ert Magga mín   Hlakka til að koma og sjá afrakstur erfiðisins...

Er ekki sagt að góðir hlutir gerist hægt?!  Mikið ætla ég að vona að svo sé í bata Ragnars...gott að þið horfið með tilhlökkun til sumarsins   Sendi áfram batastrauma til ykkar og fullt af perlum...

Góða helgi!

Guðrún (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 08:24

2 identicon

Elsku Magga mín, þú ert orkubolti og ég dáist að þér og þínum. Því miður kemst ég ekki á sýninguna en gangi þér vel

Sendi knús til ykkar frá mér

Jokka (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 12:10

3 Smámynd: Jac Norðquist

Flott mál að litli kútur er að koma allur til. Án þess að fara nánar í það hér á bloggi, þá veit ég of vel hvað hann er að ganga gegnum. Ég óska þér svo góðs gengis á sýningunni. Sá einhverntíma mynd af verki hjá þér hér á blogginu þínu og mér þótti það bara frábært. Kannski við fáum myndir af sýningunni, við sem komumst ekki?  

Kveðja

Jac

Jac Norðquist, 3.5.2008 kl. 19:25

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Það er ljóst að það verður gaman að sjá sýninguna þín, SPENNANDI. Gott að heyra að jákvæðir hlutir eru að gerast hjá Ragnari líka.

Bestu kveðjur til ykkar :)

Hólmgeir Karlsson, 3.5.2008 kl. 20:23

5 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Kæra fólk ... takk fyrir hrósið... maður roðnar bara ...

Jú Jac þú árft ekki að hafa einar áhyggjur af því að þið sem sjáið ykkur ekki fært að koma fáið að sjá myndir af þessu hér inni... ekki spurnig...  þið þurfið kannski að bíða aðeins lengur en aðrir eftir því því að ég kem ekki til með að opnibera verkið hér fyrst...

En kærar þakkir fyrir að gera bloggið mitt líflegt og skemmtilegt öll sömun..

Margrét Ingibjörg Lindquist, 4.5.2008 kl. 11:42

6 identicon

Sæl Magga

Ég rakst á síðuna þína á einhverju flakki um netheima. Er virkilega svona langt síðan þið komuð og Ragnar var hérna dagpart? Voðalega er maður eitthvað sambandslaus. Þú ert greinilega búin að eiga mjög lærdómsríkan vetur þó þú hafir kannski ekki valið þér öll viðfangsefnin sjálf. Þú ert ótrúleg kona. Vonandi tekst mér að koma og skoða hjá þér lokaverkefnið og knúsa ykkur mömmu þína.

Bestu kveðjur úr sveitinni Þuríður

Þuríður (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband