Frá nema í Grafískan hönnuð...

Jæja... þá eru það síðustu metrarnir af náminu... Það er að líða að útskrift hjá mér og er ég þessa dagana að  setja upp lokaverkefnið mitt og er ég bara MJÖG sátt við útkomuna miðað við allt annað sem hefur verið á dagskrá hjá mér síðustu mánuði. Mér hefur líka tekist að halda meðaleinkunn minni yfir 9 allt árið þannig að ég er mjög sátt við allt... Niðurstaða mín í lokaverkefninu er alveg eins og ég hafði ýmyndað mér það ef ekki betra en ég þorði að vona... og ég sem var á því um páskana að hætta við að útskrifast... heheheee... sé alls ekki eftir því að hafa þraukað en ég er líka orðin vel þreytt og hlakka til að klára þetta og geta slakað á og sinnt barninu mínu 300%.... en það er á hreinu að ég hefði alldrey geta útskrifast nema fyrir það að hafa átt mömmu og Hallgrím að í þessu.

Ég vil minna fólk á Vorsýningu Myndlistaskólans á Akureyri um Hvítasunnuhelgina... 10-12.maí

Þar kemur til með að gefa að líta allt það besta sem framtíðar hönnuðir og listamenn hafa gert síðasta árið... frábært tælifæri til að sjá konfegt fyrir öll skynfæri þá sérstalega augu og eyru... 

Þetta er einn af þeim viðburðum sem áhugafólk um listir og hönnun ættu ekki láta framhjá sér fara og ég hlakkar mikið til að eiga hlut í þessari frábæru sýningu.

Gullið mitt er samur við sig þessa dagana og ekkert nýtt að frétta frá þeim bænum.

Jæja.. kannski maður ætti að sofa eitthvað í hausinn á sér, svo maður verði klár í slaginn á morgunn aftur...

Guð geymi ykkur öll...Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jac Norðquist

Kemst ekki á sýninguna  en gangi þér sem best með lokaverkefnið. Kveðjur héðan úr Danska vorinu sem væri reyndar fjári gott sumar á Íslandi eða um 23-25°c.  

Jac

Jac Norðquist, 1.5.2008 kl. 10:59

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Ertu til í að kommenta á bloggfærsluna mína í dag http://hk.blog.is/blog/hk/entry/525819/ þarf að koma henni í lestur svo hún nái til fólks. Með bestu bloggkveðju. Hólmgeir :)

Ég stefni klárlega á að kíkja á sýninguna þína snillingur :)

Hólmgeir Karlsson, 1.5.2008 kl. 12:22

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég kemst því miður ekki heldur á sýninguna. Kveðjur hérna frá Svíaríki.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.5.2008 kl. 12:47

4 identicon

Sæl,

Það er alveg öruggt að ég kæmi á sýningyna þína ef ég væri stödd á Akureyri. Það verður alltaf lengra og lengra í það að ég skrifi þéf , en það kemur að því . Mér fynnst ég verða að gera það

Gangi þér vel með lokaverkefnið þitt

Elísabet Sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband