Sunnudagur, 13. apríl 2008
Hvað er hægt að gera fyrir hetjur eins og hann...???
Mér er það mjög hugleikið núna eftir daginn hvað í ósköpunum er hægt að gera fyrir guttann minn svo að þessi tími verði skemmtilgri en hann er... Lyfjagjöfin er farinn að taka mikinn toll þessa dagana af þreki hans en viljinn er greinilega sterkari... honum langar svo margt en getur ekki... Legóið er hætt að vera skemmtilegt allar bíómyndir og tölvuleikir líka... spilin er ekki skemmtileg heldur og eingar spennandi bækur... Það er leiðinlegt að skreppa smá út því að það má ekki klifra... eða hlaupa í hálkunni... skíðin eru algert bann og svo framvegi... hann hefur ekki fundið sköðunargiðjuna siðann um páskanna .... svo að ég er að verða svolítið ráðþrota... honum langar svo að fá einhverja til að leika við eða tala við heinhvern annan en mig... Ég ætti kannski að senda bréf til foreldra bekkja systkyna hans... en ég veit að allir eru auðvitað hræddir þegar þeir heira orðið "berklar" nefnt og leifa börnunum ekki að koma... ( ég hef lennt í einu þannig tilfelli) en þetta er ekki smitandi...
Peningarnir mínir eru á þrotum og ég get ekki keypt fleiri transformerskalla...hehehe..já nýja æðið... þannig að ég verð að segja að ég er að verða algerlega tóm af hugmyndum hvað er hægt að gera meira...
Hafið þið einhverjar hugmyndir hvað ég get gert ..?? Þá endilega látið mig vita...
Guð geymi ykkur...
Athugasemdir
Ég get því miður ekki hjálpað þér þarna...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.4.2008 kl. 19:17
Þú komst sjálf með bestu hugmyndina....hafðu samband við foreldra skólasystkina Ragnars, útskýrðu málið og athugaðu hvort einhver félagi geti ekki komið í heimsókn, en mikið svakalega sem hann Ragnar er búin að vera duglegur, gangi ykkur vel..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.4.2008 kl. 19:24
Ég á enga hugmynd, en hugsa til ykkar
Sturla Snorrason, 13.4.2008 kl. 22:08
er ekki einhver í kringum þig sem getur útvegað smásjá og síðan getur hann dottið niður í að rannsaka
nú eða dóminókubbar mínir guttar elska að gera dómínó úr legókubbum hlýtur að vera til svoleiðis á barnadeildinni
fá lánaða vídeókameru og gera með honum stuttmyndir
en að öðru leyti alveg tóm, hugsa til ykkar elskurnar
Knús
Guðný
Guðný Jóhannesdóttir, 14.4.2008 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.