Laugardagur, 12. apríl 2008
Erum lifandi...
Já kæru vinir og vandamenn við erum hér ennþá...
Það er bara búið að vera mikið að gera fyrir utan það sem fyrir er þannig að það hefur lítill tími gefist til að setjast hér niður og skrifa ykkur...
Þrátt fyrir veikindi og annað þá þarf víst að vinna fyrir saltinu í grautinn og reikningunum... þeir hætta víst ekki að koma þótt við séum ekki heimavið til að njóta heimilisinns.. Ég var að koma af 12 tíma vakt á hótelunu mínu... ég var að fæða 44 fílhrausta karlmenn í hádegismat, kaffi og kvöldmat... fyrir utannn allt vínið sem þeir drukku yfir daginn... ég hef nú bara alldrey lennt í öðru eins... en alltaf verður allt fyrist...þeir borðurð skammta af mat eins og fyrir yfir 50 mann...og hefðu getað borðað meira... Hallgrímur þessi elska er með Ragnar á spítalanum ..hann er alveg að bjarga mér fyrir horn með þetta allt, ég veit ekki hvar ég væri ef ekki væri fyrir hann og mömmu...
Ragnar er orðinn mjög þreyttur á þesssu öllu, og það er eingin furða... en við verðum víst að þrauka lengur... það er bara status kvó hjá honum og á ekki að endurskoða málið fyrr en í júni þannig að núna er að finna restina af þolinmæðinni og gleðinni að lifa og njóta þess að eiga hvert annað... þótt að hann sé guðslifandi feginn að fá smá frí frá mömmu sinni þá mátti það nú ekki vera lengur en einn dag... þá vildi hann mömmu sína aftur... og grét í símann um að hann sakaði mín... þessi elska... mikið er ég rík að eiga hann...
jæja... ég verð víat að reyna að sofa eitthvað í hausinn á mér...
Guð geymi ykkur...
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.4.2008 kl. 22:47
æj hann er svo mikið krútt....knús á þig
Ragnheiður , 13.4.2008 kl. 08:02
Guðný Jóhannesdóttir, 13.4.2008 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.