Föstudagur, 4. apríl 2008
bráðn...
Hver stennst græn hvolpa augu og mjórúma rödd sem segir "þú er bestasta mamma í öllum, öllum heiminum"...??? ekki ég... ég felldi tár af gleði og hamingju í hjarta mínu. " ég er búinn að biðja Hallgrím um að vera hjá mér í nótt svo að þú fáir smá frí, því að ég elska þig" fylgdi svo á eftir...
Það fá því eingin orð líst hvað sonur minn er yndislegur og vá hvað hann er búinn að standa sig... en það er augljóst að honum líður vel miðað við aðstæður þessa dagana... því hann skoppar um sönglandi og brosandi út að eyrum... og það er svo gott og uppörvandi fyrir alla í kringum okkur að sjá þetta og upplifa.
Ég fékk prufurnar mína að sunnan (fyrir lokaverkefnnið) í dag... og vá... þær eru æði... mikið verður gaman að gera þetta eins og ég hafði hugsað það... maður útskrifast víst ekki nema einusinni sem Grafískur Hönnuður... hehehe... þannig að málið er að hugsa stórt... ég meira að segja fór í dag og keypti mér útskrifarfötin... dragt sem ég hef alltaf langað í en ekki leift mér... enda er svört plein dragt eitthvað sem "stelpa" á mínum aldri á að eiga...tíhíhííí...
Jæja... ég ætla að kveðja í bili með sælu bros á vör og gleði í hjarta...
Athugasemdir
"Hver stennst græn hvolpa augu og mjórúma rödd sem segir..." Ég get bara giskað
Einn sonur minn er með blá augu og hin með brún...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.4.2008 kl. 19:38
ohhhhhh...þetta er bara krúttlegt...og ótrúlegur að bjóða Hallgrími gistingu, þeir geta þá líklegast spilað Gott að þú færð frí í nótt til að sofa í þínu eigin rúmi...get ekki ímyndað mér að bakið sé gott eftir rúmin þarna uppá spító!
Enn og aftur...knús og góða helgi
Guðrún (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 21:14
Innlitskvitt og bloggknús :)
Hólmgeir Karlsson, 4.4.2008 kl. 23:52
Gangi ykkur allt sem best í haginn, hugsa mikið til ykkar, og viltu skila kveðju til mömmu þinnar, náði svo lítið að tala við ykkur þarna á FSA
Knús og klemm
Jokka
Jokka (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.