lífið þessa dagana....

Á meðann alþingi og samfélagið berst fyrir lægra bensínverði, rífst um heilbrygðiskerfið og krónann missir mátt, þá fáum við þá vitneskju að við eigum minnst 2 mánuði eftir í okkar ferli hér. Í morgun voru teknar blóðprufur sem á að senda til Danmerkur til að vera viss um að nýja lyfið sem kom í fyrradag sé í réttu hlutfalli, því að ef það er og lítið virkar það ekki en ef það er of mikið getur það gert nýrnabilun... þannig að þetta verður að vera í réttu jafnvægi. Ragnar er furðu hress miðaða við allt það magn af lyfjum sem dælt er inní þennann litla líkama. Við höfum fengið heimahjúkrún síðustu daga og er það frábært að geta verið heima yfir daginn. Mamma mín er að fara í uppskurð á mánudaginn og verður hún rúmmliggjandi í minnst 6 vikur eftir það en ég vona að þetta gangi vel hjá henni því að hún er búinn að vera sárþjáð síðustu daga þannig að það er óskandi að hún fái bót síns meins... þannig að við mæðginin verðum ein á báti næstu 6 vikur, sem verður töff en auðvitað viljum við að amma verði hressari. Lokaverkefnið er á hægri leið og er ég búinn að ákveða að útskrifast en ég er líka búinn að segja að það verði ekki með neinni flugeldasýningu. Maður gerir sitt bersta...  það er bara svo merkilegt hvað er samt hellingur annað að gera en þetta tvennt... ég er að fara að gerast hótelstýra í 10 daga í næstu viku, ég er að gera bæklinginn og plaggatið fyrir vorsýningun/útskriftanemendur... og svo er ég að redda kvennakór Garðabæjar líka með auglýsingu og bækling fyrir vortónleika þeirra... maður er ómissandi á morgum stöðum greinilega.. hehehhee... jæja við erum að fara uppá sjúkrahús...

Guð geymi ykkur...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég trúi því að núna fari þetta að ganga með Ragnar og ég kalla það gott að þú náir að útskrifast....það spyr hvort eð er enginn um einkunn í einstökum kúrsum þegar þú ferð á stúfana að sækja um vinnu. En hver verður með Ragnar á meðan þú ert hótel stýra?

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.4.2008 kl. 23:48

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú ert hetja hversdagsins

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.4.2008 kl. 07:40

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Hæhæ... Bæði takk fyrir innlitinn...

Krumma... það er það lítið að gera á hótelinu núna að ég er aðalega í símavörslu og innkaupum... reyndar þarf ég að fara og redda hádegismat og kvöldmat um næstu helgi... en þetta er ekkert mál ég er með svo frábært starfsfólk þarna með mér... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 4.4.2008 kl. 09:50

4 identicon

Haddddna ertu nokkuð offvirk Magga mín!?   ...I know, þetta var nú fáránleg spurning...og ég veit svarið við henni  hihi...

Annars ætlaði ég bara að óska ykkur góðrar helgar og njótið lífsins...knús til ykkar eins og alltaf

Guðrún (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband