Sunnudagur, 30. mars 2008
Hreinsun á sál og líkama...
Já svona breitingar eins og ég gerði á hebergjaskipan, verður náttúrulega bolti sem vinndur uppá sig ... Þetta ýtti náttúrulega undir allsherjar tiltekt sem er kærkomin... því þegar mannður er órólegur innra með sér með lífið og tilverunar þá er það besta sem maður gerir er að taka til hjá sér og fara í gegnum dótið sitt...Maður er í leiðinni að taka til í sálinni og mín sál er 5 ruslapokum léttari núna eftir þessa törn...mikill léttir og búið að losa sig við helling að minningum sem þjóna eingum tilgangi eins og líf mitt er í dag. Maður lokar hægt og rólega dyrum fortíðar með svona tiltektum.
Ég er búin að koma mér fyrir í minna herberginu og búinn að gera mér notalega og fallegan náttstað með þekgluggan fyrir ofann höfðagaflinn þannig að ég horfi á stjörnurnar eða sólarlagið á meðann ég rósat inní svefninn... Jenni frændi kom með flotta máltæki hér í commentum ... þegar það er orðið nógu dimmt þá sér maður stjörnurnar... takk Jenni þetta var falleg hugsun frá þér og svo mikill sannleikur í henni.
Mikið á ég gott að eiga svona fallegt heimili sem er vel verndað af góðum öndum. Guð hefur gefið mér gjafir sem eru ómetanlegar og er sonurinn sú stæðsta... mikið verður hann glaður þegar hann kemur heim í fyrramálið og sér allt hreint og fínt... hann var orðin svolítið leiður á því að geta ekki komist leiðar sinnar með lyfjadæluna hér heima við...en núna getur hann rúntað um allt með hana í eftir dragi þegar á lyfjagjöf stendur, hún er farinn að vera um 2-3 tímar í senn þannig að hann liggur nú ekki alveg kjurr og horfir allan þann tíma... þótt að hann hafi nú verla farið úr herberginu sínu. Hann vaknaði klukkan 6 í morgun og vildi fara heima... þessi elska... Heima er best... Við nótum þess bara betur þegar þessu yfir líkur. Við bæði erum farinn að meta heimilið okkar á allt annan hátt eftir að við þurftum að færa okkur uppá sjúkrahús.
jæja það er víst kominn háttatími á mig...
Guð geymi ykkur öll...
Athugasemdir
Æi hvað ég samgleðst ykkur með herbergið og já það svo satt að tiltekt endurnýjar orku hjá manni....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 31.3.2008 kl. 00:46
Ég er búinn að lesa... knús
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.3.2008 kl. 05:39
Bara að láta vita af mér og senda ykkur góða strauma...
Guðrún (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 09:09
Innlitskvitt og bloggknús :)
Hólmgeir Karlsson, 31.3.2008 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.