Á ég að taka þessu???

 Hér á eftir fer færsa sem ég  setti hér inn daginn sem ég kom heim að sunnan, úrvinda á sál á líkama...  þar á eftir  kemur innlegg föður ömmunar í gestabók mína frá því í gær. Ég vil taka fram að síðann við komum heim hefur ekki borist eitt einasta símtal frá þeim þar sem spurt er um líðann GULLMOLANNS míns.  Á ég að taka þetta til mín??

 

Með erviðustu dögum lífsinns...

Núna er ég í þeirri stöðu að langa að gefast upp...  búin á því andlega...  þessi vika eru búnir að vera með þeim erviðustu dögum sem ég hef lifað. Það hefur verið spilað á tilfingaskalann minn frá A-Ö, og því miður var það í raunninni óhjákvæmlegt á saman tíma og að ég sé að ganga í gegnum erviðasta tímann með barninu. Ferðin semsagt suður var dýrkeypt tilfingalega fyrir mig.

Við erum semsag komin heim að sunnan... sonurinn kominn á sama stað uppá FSA með uppáhalds hjúkkunum sínum. Í gær fékk hann nóg af poti, stungum og veseni og trilltist þegar átti að taka umbúðir af höfðinu á honum, þannig að það varð að grópa til þess ráðs að svæfa hann til þess... ég hafði vit á því að byðja um að það yrði skipt um lyfjabrunn í honum í leiðinni... þannig að við vorum ekki kominn frá Fossvogsspítaa niður á Barnaspítala fyrr en um 22:30 í gær kvöldi og þá var okkur keyrt með sjúkrabíl þangað. En hann kemur heim með heyrn á öðru eyra, 15 spor á bakvið eyrað og líklega föðurlaus... já ég sagði föðurlaus... því að það fór allt í bál og brand gagnvart föðurnum  fyrir sunnan. Mér semsagt ofbauð Það hvað faðirinn synnti synum lítið á meðann við vorum fyrir sunnan...(alls 3-4 tíma á heilli viku) og lét í mér heyra hærra en nokkurntímann fyrr. (þó tími hefði verið kominn á það fyrir lögu að sögn margra). og núna er ég versta manneskja í heimi í huga föðurfjölskyldunar og meiri hluti hennar búinn að moka yfir mig skít og drullu síðasta sólahringinn, en það endaði með að ég benti "föðurnum" á sýslumann. Hann gat ekki tekið sér frí 1 dag frá vinnunni til að vera með stráknum... og fyrir það að finnst það lákúrulegt er ég búinn  á því andlega núna. Það var ekki til tillitsemi, skilningu eða vilji til að láta þetta ganga upp eins og hjá heilbrygðu fólki.

Ég veit að ég var hörð en þegar mér er ekki sýndur skilningur eða tillitsemi gerið ég það ekki til baka og alls ekki þegar er sparkað í mann þegar maður er á lægsta og erviðasta pungti lífsinns...

jæja..  ég ætla svosem ekki að væla um þetta hér en vá hvað ég dái þá feður sem sinna börnunum sínum og setja tilveru þeirra framar en vinnu og veraldlega hluti, þið eigið heiður skilið.

Kveðja...

Færsla úr gestabók... 

skítkast

Sæl Margret .Ekki veit ég hvað þú meinar með því að það hafi verið mokaður skítur yfir þig frá föðurfólki Ragnars ogfl Ég veit ekki betur en að ég eigi þessa sneið þar sem enginn af föður fólkinu hitti ykkur og nennir ekki að tala við þig, en hef ég reint að halda góðu sambandi.Það er kannski mottóið hjá þér að drulla yfir feður yfirleitt eins og þinn eigin.Ég get ekki seð að við séum verri en þú .Það varst þú sem óskaðir eftir þessu barni og skalt þakka fyrir það og þú valdir föðurinn sjálf .Mér þykir leitt að þurfa að sitja undir þessum óþverra ,finnst ég ekki eiga það skilið .Ragnar er mitt barnabarn og ég vil hafa gott samband við hann eins og verið hefur ,en gallinn er sá að hann er svo langt í burtu.Ef þú vilt ræða við mig þá ertu með síma númerið mitt.og vil ég fá að vita hverjir mokuðu skít yfir þig og hvers vegna. Knús og koss til Ragnars .AmmaP

magga (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 27. mars 2008

 

Ég hef ekki orku né vilja til að svara svona einelti... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Vonandi er bara stór misskilningur í gangi... en hvað veit ég.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.3.2008 kl. 15:15

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Mér finnst þetta langt frá því að vera einelti... þeas þetta komment frá ömmunni.
En að sjálfsögðu veit ég ekki og vill ekkert vita sögu málsins.

Eina sem ég veit er að fæðingarréttur allra barna að umgangast fjölskylduna sína. Og að fara í hart við annað foreldrið til að hamla umgengni, alveg sama hvort hún er of lítil, þá skaðast barnið mest.

Heiða B. Heiðars, 28.3.2008 kl. 15:43

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Já Gunnar vonandi og það er óskandi að þetta sé miskilningur.... ég óska þess á hverjum degi barnsinns vegna... Heiða það er einginn að fara í hart allavega ekki ég ... ég er bara búinn að gefast upp núna er það bara annara að sinna sínu... þau vita öll hvar barnið er að finna og hafa þau alltaf fengið hann þá sjalda sem um það er beðið og hefur ekki verið nein breiting þar á núna nema að drengurinn er búinn að vera á spítala síðann í byrjun janúar... og óvíst hvenær hann kemur heim aftru... Barnið hefur alveg frá upphafi verið skaðað að því að eiga bara eitt foreldri en það er ekki mitt að vinna vinnu föðursinns... því miður annas væri ég búinn að því... orkunni minni er betur varið núna í það að njóta allra stunda með barninu og vona að hann nái eins miklum bata og hægt er... Það sem er einelti í þessu er að blanda erviðleikum mínum persónulega við að eignast börn og það að æska mín var ervið inní þetta mál því að það hefur ekkert með það að gera...

Guð geymi ykkur 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 28.3.2008 kl. 16:15

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég er nú hissa á þessum commentum hér fyrir ofan. Ef að fólk les bloggið hennar Margrétar þá er nokkuð ljóst að Pabbinn er nú ekki að leggja mikið á sig til að eiga samskipti við son sinn. Ég veit náttúrulega ekkert meira en ég les hér en upprunalega færsla snérist um að Margrét var í bænum með drenginn sinn í aðgerð þar sem að fjarlægja þurfti öll bein úr öðru eyranu. Hún segir að hún hafi viljað losna aðeins út af spítalanum og að faðirinn leysti hana af. En hann komst ekki. Og það er það sem virðist hafa sett þetta af stað. Mér finnst að ömmur og aðrir sem skrifa svona ættu að líta í eigin barm halda þær að þetta verði til að auka umgengni þeirra við barnið? Nú er drengurinn búinn að vera veikur í margar vikur, ég veit að ömmur minna barna mundu leggja ýmislegt á sig til að fylgjst með líðan barna barnsins síns og sérstaklega mundu þær passa sig á að ráðast ekki á móður undir slíku álagi vitandi að hún er í þessu ástandi ekki sterk fyrir . Bæði sjálf búin að vera að takast á við veikindi í gegnum tíðina sem og að barnið er fárveikt með sýkingar sem illa hefur ráðist við.

Held að fólk þurfi nú að taka sig saman í andlitinu og sameinast um að hugsa um strákinn.

Ég bara varð að koma með þessa athugasemd! Tek það fram að ég þekki ekki neitt til þessa máls nema það sem ég hef lesið hér á blogginu. Og þekki engan sem að þessu máli kemur. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.3.2008 kl. 17:24

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

PS það er komin önnur og virkilega ömurleg færsla í athugasemndir við bloggið sem þú ert að tala hér um fyrir ofan.

Með erviðustu dögum lífsinns...

Hún segir margt um þann sem það skrifar og ég held að þú ættir að henda henni út. Eða kannski að hafa áfram og sjá hvernig sumt fólk skrifar. Þessi kallaði sig  guess who

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.3.2008 kl. 17:32

6 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Þakka þér Magnús fyrir þetta það hugheisti mig TAKK ... Þessi sem kallar sig Guess Who er líklega faðir barnsinns, hann er bara ekki nógur maður til að viðurkenna það... og Þessar færslur mæðginnann sýna bara við hvað er verðið að eiga... fólk sem heldur að lífið snúist um peninga og veraldlegar eigur t.d. bíla... ég er núna eftir þessar uppgötvanir áðann með gestabókina og þetta kommaent hjálpar þeim ekkert, síður en svo... Ég var því miður búinn að senda þeim nýjustu upplýsingar um strákinn ( með von um að það væri hægt að ná lendingu á góðann hátt ) áður en ég sá þetta en verði þeim að góðu að vita það að barnið er ekki á bata vegi og að það er líklega ekkert meira sem læknisfræðin getur gert. 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 28.3.2008 kl. 18:10

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Magnús, ég vona og reynda held að Margrét hafi ekkert teki kommindi mínu sem "ömurlegri athugasemd"
Mér finnst bara aukaatriði hvort foreldri stendur sig vel eða illa gagnvart barninu sínu...manneskjan sem skaðast mest af því að öðru foreldrinu er meinað að hitta barnið er barnið
Ástæðan fyrir þeirri athugasemd er að minnst var á sýslumann í færslunni.

Hef fulla samúð með Margréti og því mótlæti sem hún þarf að díla við.

Heiða B. Heiðars, 28.3.2008 kl. 18:29

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei ég var að benda á athugsemd við færslu sem birtist við upprunalegu færslu hennar sem hét Með erviðustu dögum lífsinns... þar er komin ný færsla sem er ömurleg.

Ég hef fylgst með færsum hennar síðasta ár og þar eru kaflar þar sem að bæði hún og sonur hennar eru að vonast eftir samskiptum við Pabbann. Ég er einstæður pabbi helgarpabbi var ég í 16 ár svo ég þekki vel þann rétt og vilja barns við að eiga samskipti við báða foreldra.  Og ég hef í báðum tilfellum lagt mikið á mig til að þessi samskpti væru þannig að börninn fyndu sem minnst nema þá gleði að eiga samskipti við okkur. En ég þekki samt erfiða tíma og heyrt af erfiðum málum hjá öðrum þar sem að feður vilja aðeins fá að heimsækja barnið en hvorki leggja því nokkuð til umfram lögbundið meðlag, sem og aðrir sem afneita börnum sínum.  En ef þú skoðar bloggið hennar Margrétar aftur í tímann þá skylur þú kannski betur það sem ég var að segja hér í fyrrri athugasemdum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.3.2008 kl. 19:31

9 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Magnús þú ert perla að leggja þessi orð í belginn því ég er dofinn frá tám og út í hárenda og hef ekki orku í það að skrifa hér allt það sem mig langar að láta flakka núna... Ég nota mína pínu orku sem ég á eftir í að klára að mála nýja herbergið hans Ragnars sem hann ætlar að flytja inní á morgun...Hann er það eina sem skiptir máli í mínu lífi núna og það tekur einginn frá mér þá gleði og ljós sem hann er... fólk má skíta mig og mína fortíð út eins og það vill ég hef komið hreint til dyranna og hef ekkert að fela. Ef ég gæti myndi ég knúsa þig...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 28.3.2008 kl. 20:29

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Auðvita átt þú bara að einbeita þér að drengnum þínum núna. Þú átt ekkert að láta aðra hafa áhrif á þig núna. Það er nógur tími þegar þú og drengurinn eruð búin að ná ykkur eftir þetta að leysa önnur vandamál. Enda ef fólk getur ekki passað sig hér á blogginu þá lokar þú bara athugasemdum eða hendir þeim út sem þú vilt ekki hafa hér. Þetta er þitt blogg og þú átt rétt á skrifa um hvernig þér líður. Þetta er þín hlið á málinu og fólk hlýtur að átta sig á því.

Vona að aðrir ættingjar Ragnars  vakni nú og fari að láta hann skipta máli frekar en að vera með þessi leiðindi á blogginu. 

En ég á dóttur sem á eða átti við þunglyndi að stríða og veit að það sem fólk sem er langt niðri þarf alls ekki er að fólk ráðist á það með leiðindum. Það er yfirleitt hægt að finna aðrar lausnir á ágreiningi.

Gangi ykkur vel

Maggi bloggari 

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.3.2008 kl. 20:58

11 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mér finnst æðislegt að lesa athugasemdirnar þínar, Magnús.
Ég hef fylgst með því hvað er að ske með því að lesa þessar færslur og það sem ég á svo erfitt með að skilja það er svona skilningslaust fólk eins og Margrét skrifar um.. maður vonar að þetta fólk sé ekki svona þröngsýnt og þetta sé bara misskilningur. En ég held að ég verði að vera sammala Magnúsi.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.3.2008 kl. 23:09

12 identicon

Heil og sæl Magga min, ég var búin að glopra niður blogginu þínu og þurfti því að uppdeita mig eins og maður segir. Þið eruð hetjur þið mæðgin og ykkar aðstandendur. Ég vildi það væri e-hvað sem maður gæti gert, en hugsa til ykkar og sendi ykkur orku og kærleik. Við sjáumst vonandi fljótlega

Kv Jokka

Jokka (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 00:05

13 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Elsku Magga. Ég verð að viðurkenna að mér brá heldur að lesa þessar athugasemdir sem hér ganga fram og til baka og er ég þá ekki að taka um komment bloggvinanna.

Nei er mitt svar, þú átt ekki að taka þessu þegjandi. Auðvitað veit ég ekki alla söguna, aðeins þína hlið af blogginu þínu. En mér er nokkuð ljóst að eitthvað mikið vantar uppá á hinni hliðinni að sýna barninu ekki meiri stuðning og hlýju á þessum erfiðu tímum.

Mín ráðlegging til þín elsku bloggvinur eru þessi. Láttu þetta ekki stela orkunni þinni eða taka frá þér góðar hugsanir. Ekki svara í sömu mynt þegar á þig er ráðist á þennan hátt því þá verðurðu þátttakandi í þessu óheillastríði. Sendu þessu fólki góðar hugsanir og einbeittu þér svo að sjálfri  þér og Ragnari eins og þú hefur gert. Þitt sterkasta vopn í þessu öllu er kærleikurinn þinn og óbilandi trú á að þetta fari vel hjá Gullmolanum þínum.

Ef þú lætur brjóta þig með svona orðastríði missirðu sjónar á því sem er mikilvægast, að vera heil og hraust á líkama og sál við hlið drengsins. Óska ykkur alls hins besta og vona að aðrir sem eiga taugar til Ragnars átti sig á að hans stríð verður ekki unnið á þennan hátt, það verður bara unnið með hlýju, samstöðu og góðu atlæti á allan hátt.

Bestu kveðjur til ykkar allra :):)

Hólmgeir Karlsson, 29.3.2008 kl. 00:10

14 identicon

Magga mía! Ertu ekki að grínast með þetta komment??????!  Ég á ekki til orð og er nú bloggið þitt rétti staðurinn til að "ræða" þessa hluti?!  Afhverju í ósköpunum hringdi konan ekki bara í þig...nú er ég sko risin upp á afturfæturnar og ég er virkilega reið!  Ég veit nú ýmislegt um samskipti þín við pabba Ragnars, læt ekkert uppi með það hér enda er þetta ekki rétti vetvangurinn í það... 

Magga mín einasta...þú veist betur en svo að taka svona athugasemdir inn á þig...veit að það getur verið erfitt, maður þarf aðeins að tyggja svona hluti en alls ekki að melta þá!  Þú ert ofurhetjumamma og láttu engan telja þér trú um neitt annað!

Ég veit að þú veist hvar ég er!

Guðrún (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband