Fimmtudagur, 27. mars 2008
Bakslag aftur um 4-6 vikur....
Já ég sagði það... það kemur uppúr kafinu að lyfin sem Ragnar er búinn að vera á síðustu vikurnar eru ekki að gera sitt gagn... þannig að ... núna á að bæta við lyfi 2 og bæta við magni af því sem er fyrir... þannig í rauninni ættum við að vera í lyfjagjöf 7 sinnum á dag... en það á víst eitthvað að laga þetta til þannig að hann fer 3 á dag en þá er lyfjagjöfin líklega um 3 tíma í senn... og það á að vera í 4-6 vikur héðann í frá...
Þannig að ... já ég segi bara pass... núna... reyndar sökkti ég mér bara í það í dag að taka til í skápum hjá mér og færa fötin mín í skápana hjá Ragnari og öfugt ... og á morgun ætla ég að byrja að mála stóraherbergið svo að við getum fært DUGLEGA strákinn minn í stærra herbergið.... hann verður ekkert smá glaður... ég lét sérsmíða skrifborð í herbergið, fékk gefinns hillu frá Elínu kennara Ragnars og fór í dag og keypti hellings málingu til að mála það... Já ég veit að ég á að vera í lokaverkefnu mínu en ég er að bíða eftir smá prufu að sunnan annas á ég mjög ervitt með að einbeita mér en ég sest niður inná milli þegar ég fæ hugmyndir á meðann ég er að gera fínt fyrir GULLIÐ mitt.
Guð geymi ykkur....
Athugasemdir
Elsku kallinn...vonandi dugar það meðal. Kær kveðja til ykkar. Hann verður svaka glaður að fá stóra herbergið.
Ragnheiður , 27.3.2008 kl. 19:58
Segi eins og Ragnheiður..vonandi dugar þetta meðal...Magga mín þú mátt ekki gefast upp núna, það er svo stutt eftir, þetta er töff verkefni sem þið mæðgin þurfið að takast á við en passaðu bara að hlú ekki að áhyggjunum þær sjá um sig sjálfar....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.3.2008 kl. 21:30
það sem drepur þig ekki herðir þig bara. Það var einhver sem sagði þetta og líka það er aldrei lagt of mikið á eina manneskju. þið þurfið sem sagt ekkert að hafa áhyggjur, þetta klárast bráðum og eins og einhver annar sagði hláturinn lengir lífið, þess vegna þarf maður bara að gera eins og fegurðardrottningarnar og brosa í gegnum tárin og láta sér líða vel. Það ræður enginn hvernig manni líður nema maður sjálfur...anyway er þetta mitt blogg eða þitt ;-)
KHB
Kristjana Hrund (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.